Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Beiðni um fund v/skipulagsmála
Málsnúmer 1504083Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, dagsett 8. apríl 2015 varðandi ósk um fund vegna skipulagsmála í Varmahlíð, við verslunarhúsnæði kaupfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna fundartíma sem fyrst.
2.Beiðni um viðræður - Glaumbæjarkirkja
Málsnúmer 1504146Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 10. apríl 2015, frá sr. Gísla Gunnarssyni og Steinunni Fjólu Ólafsdóttur formanns sóknarnefndar Glaumbæjarsóknar. Óska þau eftir viðræðum við sveitarfélagið um að gerður verði samningur við Glaumbæjarkirkju þess efnis að kirkjan fái hlutdeild í þeim fjármunum sem ferðamenn skilja eftir í Glaumbæ. Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna fundartíma.
3.Laun vinnuskóla og V.I.T. sumarið 2015
Málsnúmer 1504081Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun frá 219. fundi félags- og tómstundanefndar þann 15. apríl 2014:
"Nefndin samþykkir að laun í vinnuskola sumarið 2015 verði eftirfarandi:
Árg. 2001 370 kr. á klst.
Árg. 2000 420 kr. á klst.
Árg. 1999 500 kr. á klst.
Árg. 1998 630 kr. á klst.
Nefndin samþykkir einnig að laun í VIT sumarið 2015 verði eftirfarandi:
Árg. 1997 942 kr. á klst.
Árg. 1996 1.070 kr. á klst."
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
"Nefndin samþykkir að laun í vinnuskola sumarið 2015 verði eftirfarandi:
Árg. 2001 370 kr. á klst.
Árg. 2000 420 kr. á klst.
Árg. 1999 500 kr. á klst.
Árg. 1998 630 kr. á klst.
Nefndin samþykkir einnig að laun í VIT sumarið 2015 verði eftirfarandi:
Árg. 1997 942 kr. á klst.
Árg. 1996 1.070 kr. á klst."
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4.Skálá 146583 - Umsagnarbeiðini vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1504187Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 21. apríl 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Péturssonar, kt. 200256-5739, um rekstrarleyfi fyrir Skálá, Sléttuhlíð, 566 Hofsós. Íbúð á landnúmeri 146583. Fjöldi gesta 12. Gististaður, flokkur II, íbúð. Forsvarsmaður er Magnús Pétursson.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
5.Skörðugil 146065 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1504183Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 21. apríl 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Elvars Eylert Einarssonar, kt. 141172-3879, um rekstrarleyfi fyrir Syðra-Skörðugil, 560 Varmahlíð. Íbúð á landnúmeri 146065. Fjöldi gesta 12. Gististaður, flokkur II, íbúð. Forsvarsmaður er Elvar Eylert Einarsson.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
6.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - ársreikningur 2014
Málsnúmer 1504270Vakta málsnúmer
Lagður fram ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2014. Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. samþykkta samtakanna skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir viðkomandi sveitarfélögum. Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist fyrir fimmtudaginn 8. maí nk.
7.Aðalfundur Landkerfis bókasafna 2015
Málsnúmer 1504262Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 28. apríl 2015 um aðalfund Landskerfis bókasafna hf. þann 12. maí 2015 í Reykjavík.
8.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél
Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 13. apríl 2015.
9.Vefsvæði um endurskoðun kosningalaga
Málsnúmer 1504139Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi vefsvæði um endurskoðun kosningalaganna en þar er m.a. óskað eftir athugasemdum og tillögum almennings.
10.Skil ársreiknings 2014
Málsnúmer 1504263Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 22. apríl 2015 frá innanríkisráðuneytinu varðandi skil á ársreikningi 2014. Samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn hafa lokið staðfestingu ársreiknings veitarfélags eigi síðar en 15. maí ár hvert.
Fundi slitið - kl. 09:32.