Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir dagskrárlið númer 4.
1.Aðalfundur 2015 - Eyvindarstaðaheiði
Málsnúmer 1506010Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð Eyvindarstaðaheiðar ehf. frá 22. júní 2015. Þar kemur m.a. fram að huga þurfi að rekstrarfyrirkomulagi og framtíð skálanna sem eru á Eyvindarstaðaheið og hvað eigendur þeirra, Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnavatnshreppur vilja gera við þá. Var samþykkt að sveitarfélögin geri tillögu um framtiðarskipulag og rekstrarform þeirra í samráði við núverandi rekstraraðila.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með Húnavatnshreppi.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með Húnavatnshreppi.
2.Rotþró við Ströngukvíslarskála
Málsnúmer 1509110Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Upprekstrarfélagi Eyvindarstaðaheiðar, dagsett 12. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir að eigendur Ströngukvíslarskála, Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnavatnshreppur, komi að kaupum á rotþró og framkvæmd við uppsetningu hennar. Sveitarfélagið Skagafjörður á 12/17 hluta á móti Húnavatnshreppi.
Byggðarráð vísar erindinu til fyrirhugaðs fundar með Húnavatnshreppi um framtíðarskipulag og rekstrarform skálans.
Byggðarráð vísar erindinu til fyrirhugaðs fundar með Húnavatnshreppi um framtíðarskipulag og rekstrarform skálans.
3.Lög um verndarsvæði í byggð - fundarboðun 16. sept 2015
Málsnúmer 1509071Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett 3. september 2015 varðandi lög um verndarsvæði í byggð - innleiðingu. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi ný lög um verndarsvæði i byggð nr. 87/2015. Er lögunum ætlað að stuðla að vernd og varðveislu byggða sem hafa sögulegt gildi og ná þau til þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Í ljósi þess að sveitarfélögunum er ætlað mikilvægt hlutverk í lögunum, boða forsætisráðuneytið og Minjastofnun Íslands til kynningarfunda víða um landið s.s. á Sauðárkróki, miðvikudaginn 16. september 2015.
4.Rætur bs. - aðalfundur 2015
Málsnúmer 1509106Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. september 2015, þar sem fram kemur að stjórn Róta bs. hafi ákveðið að fresta aðalfundi byggðasamlagsins fram í október n.k., en samkvæmt samþykktum þess á að halda aðalfundinn fyrir lok september mánaðar.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna fulltrúa á aðalfund Róta bs á næsta fundi.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna fulltrúa á aðalfund Róta bs á næsta fundi.
5.Sjávarútvegsfundur
Málsnúmer 1509108Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsetur 7. september 2015 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga þar sem boðað er til 2. sjávarútvegsfundar sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 23. september 2015.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja fundinn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja fundinn.
6.Heimsókn forstjóra HSN
Málsnúmer 1509117Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs komu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Jón Helgi Björnsson forstjóri og Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga. Rædd voru málefni stofnunarinnar á Sauðárkróki.
7.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél
Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 21. ágúst 2015.
Fundi slitið - kl. 11:15.