Fara í efni

Lög um verndarsvæði í byggð - fundarboðun 16. sept 2015

Málsnúmer 1509071

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 709. fundur - 10.09.2015

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett 3. september 2015 varðandi lög um verndarsvæði í byggð - innleiðingu. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi ný lög um verndarsvæði i byggð nr. 87/2015. Er lögunum ætlað að stuðla að vernd og varðveislu byggða sem hafa sögulegt gildi og ná þau til þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Í ljósi þess að sveitarfélögunum er ætlað mikilvægt hlutverk í lögunum, boða forsætisráðuneytið og Minjastofnun Íslands til kynningarfunda víða um landið s.s. á Sauðárkróki, miðvikudaginn 16. september 2015.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 709. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.