Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

742. fundur 26. maí 2016 kl. 09:00 - 10:32 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Baldurshagi (Sólvík) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605187Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli nr. 1605458 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 23. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Dagmar Þorvaldsdóttur, kt.170662-3699, Kirkjugötu 7, 565 Hofsósi, f.h. Sólvíkur ehf. kt. 590516-2010 um leyfi til að reka veitingastað í flokki I og útiveitingar til kl 23:00 að Sólvík, 565 Hofsós. Fastanúmer 214-3729.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Lýtingsstaðir 146202 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605198Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli nr. 1605473 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 24. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Evelyn Ýr Kuhne, kt. 050373-2239, Lýtingsstöðum, 560 Varmahlíð, um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki III - heimagisting, að Lýtingsstöðum, 560 Varmahlíð. Landnúmer 146202.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Lýtingsstaðir lóð 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605199Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli nr. 1605473 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 24. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Evelyn Ýr Kuhne, kt. 050373-2239, Lýtingsstöðum, 560 Varmahlíð, um endurnýjun á leyfi til að reka þrjú sumarhús að Lýtingsstöðum, 560 Varmahlíð. Landnúmer 219794, gestahús fastanúmer 232-3962.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Skógargata 8,Sölvahús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605163Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli nr. 1605398 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 19. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Madara Sudare, kt. 250579-3149, Ármúla, 551 Sauðárkróki, um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki I - heimagisting að Skógargötu 8, 550 Sauðárkróki. Fastanúmer 213-2183.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Umsókn um lóð Sauðármýri 2

Málsnúmer 1605071Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, móttekið 6. maí 2016, þar sem stofnunin sækir um lóðina Sauðármýri 2.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Byggðastofnun lóðinni Sauðármýri 2.

6.Umsókn um að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2019

Málsnúmer 1605148Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, þar sem sambandið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn til að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2019.
Unglingalandsmót á Sauðárkróki 2019 mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á samfélagið í Skagafirði og mun sveitarfélagið styðja við bak UMSS sem kostur er við umsóknina. Sveitarstjóra er falið að sjá um samskipti við UMSS.

7.Umsókn um leyfi fyrir rallýkeppni 22.-23. júli 2016

Málsnúmer 1605182Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 21. maí 2016, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni helgina 22.-23. júlí 2016.
Eknar verða sérleiðirnar: 744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F 752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F 756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur LÍA um aksturskeppnir.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

8.Eignarhaldsf.Brunabótaf.Íslands - kynningafundur

Málsnúmer 1605189Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2016 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem kynnt er að stjórn félagsins mun halda kynningarfund um málefni félagsins fyrir forsvarsmenn aðildarsveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, á Blönduósi þann 3. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir að Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.Fundarboð / Kjölur 8. júní

Málsnúmer 1605168Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2016 frá Bláskógabyggð, þar sem boðað er til fundar um Kjalarsvæðið og skipulag þess þann 8. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa frá sveitarfélaginu á fundinn.

10.Rekstrarupplýsingar 2016

Málsnúmer 1605192Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-mars 2016.

11.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air66N

Málsnúmer 1509164Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. maí 2016 frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi verkefnið Flugklasinn Air 66N.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið í samræmi við fjárhagsáætlun 2016.

12.Ársreikningur 2015 - Menningarsetur Skagfirðinga

Málsnúmer 1605162Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga fyrir árið 2015.

13.Fundagerðir 2016 - SSNV

Málsnúmer 1601003Vakta málsnúmer

Fundargerð 6. fundar stjórnar SSNV frá 10. maí 2016 lögð fram til kynningar á 742. fundi byggðarráðs 26. maí 2016.

14.Fundagerðir 2016 - Samtök sjávarútvegs sv.fél

Málsnúmer 1601006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 17. maí 2016.

Fundi slitið - kl. 10:32.