Náttúrustofa
Málsnúmer 1301243
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 616. fundur - 28.01.2013
Stefán Vagn Stefánsson sagði frá fundi sem hann, Bjarni Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir áttu með umhverfisráðherra í síðustu viku, um Náttúrustofu Norðurlands vestra og samningsdrög um rekstur stofunnar (sjá mál 1208017).
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013
Afgreiðsla 616. fundar byggðaráðs staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 116. fundur - 05.02.2013
Lagt fram til kynningar drög að nýjum samningi um Náttúrustofu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 622. fundur - 18.04.2013
Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um rekstur
Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2013 til að mæta þessum auknu útgjöldum.
Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2013 til að mæta þessum auknu útgjöldum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013
Afgreiðsla 622. fundar byggðaráðs staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 632. fundur - 19.07.2013
Byggðarráð, ásamt fulltrúum Akrahrepps, samþykkir að starfsemi Náttúrustofu Norðurlands vestra verði endurskipulögð með það að markmiði að efla hana og fá fleiri sveitarfélög á starfsvæði stofnunarinnar að rekstrinum. Byggðarráð felur stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra að hefja vinnu við endurskipulagninguna sem fyrst.