Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

553. fundur 28. apríl 2011 kl. 09:00 - 09:39 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Ársfundur Starfsendurh. Norðurl. v. 2011

Málsnúmer 1104157Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um ársfund Starfsendurhæfingar Norðurlands vestra þann 9. maí 2011. Lagt er til að Ásta Björg Pálmadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á ársfundinum.

2.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2011

Málsnúmer 1104093Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Kiwanisklúbbnum Drangey um styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2011. Með umsókninni fylgja fullnægjandi gögn skv. reglugerð sveitarfélagsins þar að lútandi.

Byggðarráð samþykkir að styrkja klúbbinn um 30% af álögðum fasteignaskatti 2011.

3.Jafnréttisáætlun 2010-2014

Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá formanni félags- og tómstundanefnd varðandi fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2011 - 2014. Óskað er eftir að ábendingar og athugasemdir, ef einhverjar eru, verði sendar til félags- og tómstundanefndar fyrir 20. maí nk. Byggðarráð óskar eftir að fá fulltrúa nefndarinnar og sviðsstjóra til að kynna verkefnið.

4.Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1104125Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem samgöngunefnd Alþingis sendir frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál til umsagnar. Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til byggðarráðsfundar 12. maí 2011

5.Frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 1104135Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum. Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til byggðarráðsfundar 12. maí 2011

6.Ríkisframlög til safnastarfs

Málsnúmer 1104142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Safnaráði til fjárlaganefndar Alþingis, frá 6. apríl 2011 varðandi ríkisfjárveitingar til safnastarfs. Leitað verður frekari gagna og umsagnar um málið.

7.Niðurskurður á skólabókasöfnum

Málsnúmer 1104159Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn, þar sem skorað er á sveitarfélögin að standa vörð um skólabókasöfn grunnskólanna og það mikilvæga starf sem þar fer fram.

8.Afmæli Jóns Sigurðssonar

Málsnúmer 1104140Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar eru borin hvatningarorð frá afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar um að sveitarfélög um land allt minnist afmælis Jóns Sigurðssonar forseta sérstaklega að þessu sinni og þess mikla starfs sem hann vann í þágu þjóðar sinnar. Þann 17. júní n.k. eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Erindið fer til afgreiðslu menningar- og kynningarnefndar.

Fundi slitið - kl. 09:39.