Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

485. fundur 16. júlí 2009 kl. 09:00 - 10:57 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tilboðsverk í verknámshús FNv

Málsnúmer 0907018Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Þrá ehf varðandi tilboðsverk í verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Skorað er á sveitarfélagið að hlutast til um að gengið verði að boði Þráar ehf og verkið þannig unnið af heimaaðilum. Sveitarstjóri kynnti niðurstöðu fundar bygginganefndar verknámshússins 15. júlí 2009, þar sem lagt var til að tilboði lægstbjóðanda, Eyktar ehf, yrði tekið.
Hér var um útboð að ræða sem lýtur almennum útboðsreglum sem sveitarfélagið hefur ekki forsendur til að hafa áhrif á.

2.Austurgata 11, Hofsósi - ósk um kaup

Málsnúmer 0907017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jóni Hilmarssyni, Hofsósi þar sem hann óskar eftir því að fá keypta fasteignina Austurgötu 11, Hofsósi.
Byggðarráð hefur ekki áform um að selja þessa fasteign og hafnar því erindinu.

3.Umsókn um leyfi til að halda rallýkeppni 2009

Málsnúmer 0907016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bílaklúbbi Skagafjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni helgina 24.-25. júlí 2009. Ekið verður á sérleiðum Bakki-Ásgarður, Deildardalur, Mælifellsdalur og Nafir.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

4.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer

Formaður byggðarráðs kynnti fyrir ráðinu fundargerð vinnufundar starfshóps sem skipaður var á síðasta fundi ráðsins.

5.Atvinnu- og ferðamálanefnd - 50

Málsnúmer 0907005FVakta málsnúmer

Fundargerð 50. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 485. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

5.1.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2008-2009

Málsnúmer 0902065Vakta málsnúmer

Úthlutaður byggðakvóti er: Sveitarfélagið Skagafjörður 19 þorskígildistonn, Hofsós 24 þorskígildistonn.
Afgreiðsla 50. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 485. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

5.2.Framtíðarstarfsemi HTÍ

Málsnúmer 0906019Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 50. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 485. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

5.3.Upplýsingar um ferðamál 2009

Málsnúmer 0907014Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 50. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 485. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:57.