Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2008-2009
Málsnúmer 0902065
Vakta málsnúmerAtvinnu- og ferðamálanefnd - 58. fundur - 11.03.2010
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi samþykkt verði send Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu: Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til
Ennfremur beinir hún þeim tilmælum til ráðuneytisins að 19 þorskígildistonnum af byggðakvóta fiskveiðiársins 2008 -2009 sem merkt voru Sveitarfélaginu Skagafirði verði úthlutað til báta í Hofsósi, enda er hér um að ræða leifar þess byggðakvóta sem Byggðastofnun úthlutaði á sínum tíma á grundvelli samdráttar í aflaheimildum á Hofsósi.
Fyrrgreind samþykkt komi í stað áður samþykktra tillagna um úthlutun áðurnefnds byggðakvóta.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 260. fundur - 16.03.2010
Sigurður Árnason leggur fram breytingartillögu við bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá 11. mars, að við samþykktina bætist eftirfarandi: Að öðru leiti fari úthlutun byggðakvóta fram samkvæmt því fyrirkomulagi sem í gildi var í lögum og reglugerðum varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2008-2009"
Gísli Árnason lagði fram eftirfarandi breytingartillögu að texta: " að í stað: að vinnsluskylda í viðkomandi byggðalagi verði felld niður" komi eftirfarnandi texti."..að aflétt verði vinnsluskyldu sbr. ákvæði 1.mgr. 60 gr. reglugerðar nr 82/2010"
Hlé var gert á fundi, Gísli Árnason tók til máls og dró tillögu sína tilbaka vegna upplýsinga sem fram komu á fundinum.
Breytingatillaga Sigurðar Árnasonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Tillagan hljóðar þá eftirfarandi:
"Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis að reglum fyrir úthlutun byggðakvóta til byggðalaga í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2008-2009 verði breytt á þann veg að vinnsluskylda í viðkomandi byggðalagi verði felld niður. Ennfremur beinir hún þeim tilmælum til ráðuneytisins að 19 þorskígildistonnum af byggðakvóta fiskveiðiársins 2008 -2009 sem merkt voru Sveitarfélaginu Skagafirði verði úthlutað til báta í Hofsósi, enda er hér um að ræða leifar þess byggðakvóta sem Byggðastofnun úthlutaði á sínum tíma á grundvelli samdráttar í aflaheimildum á Hofsósi. Að öðru leiti fari úthlutun byggðakvóta fram samkvæmt því fyrirkomulagi sem í gildi var í lögum og reglugerðum varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2008-2009"
Afgreiðsla 58. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, þannig breytt, borin upp og staðfest á 260. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 50. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 485. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.