Hofsbót, styrktarsjóður - ósk um fund með byggðarráði
Málsnúmer 0805090
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 467. fundur - 19.02.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 477. fundur - 28.05.2009
?Með tilliti til þeirra einstöku aðstæðna sem skapast hafa með hinni höfðinglegu gjöf Steinunnar Jónsdóttur og Lilju Pálmadóttur á sundlaug á Hofsósi hafa Ungmennafélagið Neisti og Sjálfseignarstofnuninni Hofsbót látið gera hagkvæmnismat á uppbyggingu íþróttahúss sem tengist hinni nýju sundlaugarbyggingu á Hofsósi. Umrætt mat hefur leitt í ljós tugi milljóna í sparnað með samnýtingu búningsaðstöðu og fleiri sameiginlegra þátta bæði hvað varðar stofnframkvæmd og rekstur. Ungmennafélagið Neisti og Sjálfseignarstofnunin Hofsbót vilja því leggja sitt af mörkum til að umræddur sparnaður náist og lýsa sig tilbúin til að gefa sem svarar 50% af kostnaði við uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi. Samkvæmt frumkostnaðaráætlun frá Verkfræðistofunni Verkís er gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar verði 210 milljónir króna. Umrædd gjöf nemur því um 105 milljónum króna og byggir hún annars vegar á peningaframlagi og hins vegar á vinnuframlagi. Sparisjóður Skagafjarðar hefur jafnframt gefið Ungmennafélaginu Neista og Sjálfseignarstofnuninni Hofsbót vilyrði fyrir 25 ára fjármögnun á þeim 105 milljónum króna sem eftir standa í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð. Tilboðsgjafar lýsa sig einnig fúsa til að taka að sér umsjón með framkvæmdinni með það að markmiði að íþróttahúsið verði gert fokhelt á árinu 2009 og framkvæmdum við húsið verði að fullu lokið í síðasta lagi haustið 2011. Hofsósi 28. maí 2009, fh. Ungmennafélagsins Neista, Þorgils Pálsson formaður, fh. Sjálfseignarst. Hofsbótar, Védís Árnadóttir formaður.?
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 479. fundur - 03.06.2009
Byggðarráð fagnar frumkvæði heimamanna í þessu máli og samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að leita nánari upplýsinga frá tilboðsgjöfum um tilboðið. Í framhaldi af þessari úttekt verði fundað með tilboðsgjöfum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 09.06.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 484. fundur - 09.07.2009
Byggðarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur sem ætlað er að leggja fram nánari upplýsingar um framkvæmdina fyrir næsta eða þar næsta byggðarráðsfund, sem byggðarráð getur lagt til grundvallar afstöðu sinni til þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu. Í starfshópnum verði formaður byggðarráðs, sveitarstjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs auk fulltrúa Sjálfseignarstofnunarinnar Hofsbótar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 485. fundur - 16.07.2009
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 486. fundur - 23.07.2009
Lýsir byggðarráð þó yfir vilja sveitarfélagsins til þess að starf vinnuhóps aðila sem stofnaður var um verkefnið haldi áfram og tengist vinnu sveitarfélagsins að þarfagreiningu og stefnumörkun sveitarstjórnar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun fjárfestingarverkefna til framtíðar litið.
Um leið og byggðarráð þakkar þann áhuga og stórhug sem tilboðsgjafar sýna þessu verkefni vísar ráðið hugmyndum um byggingu íþróttahúss á Hofsósi að öðru leyti til umfjöllunar í Félags- og tómstundanefnd í tengslum við vinnu nefndarinnar að tillögu til sveitarstjórnar um forgangsröðun uppbyggingar íþróttaðstöðu í sveitarfélaginu.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Fleiri kynslóðir skólabarna frá Hofsósi og nágrannabyggðum hafa ekki átt þess kost að hafa aðgang að boðlegri íþróttaaðstöðu á svæðinu. Nú hafa íbúar tekið saman höndum um að breyta því og staðið fyrir almennri fjársöfnum og áheitum meðal heimafólks sem nægir fyrir talverðum hluta kostnaðar við byggingu lítils íþróttahúss í tengslum við nýja sundlaug á Hofsósi. Einnig er miðað við að lagt verði í umtalsverða sjálboðaliðsvinnu til að bygging íþróttahúss geti orðið að veruleika. Þegar hefur verið lagt í mikla vinnu við undirbúning af hálfu aðstandenda verkefnisins. Því er mikilvægt að unnið verði áfram að farsælli lausn og útfærslu verksins með heimamönnum sem allir aðilar geta fellt sig við."
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 499. fundur - 26.11.2009
Lagt fram bréf frá stjórn Hofsbótar ses. þar sem stjórnin óskar eftir því að gert verði ráð fyrir tveggja milljón króna framlagi á fjárhagsáætlun 2010 til undirbúnings framkvæmd á byggingu íþróttahúss á Hofsósi. Einnig óskar stjórn Hofsbótar ses. eftir áframhaldandi viðræðum um málið samkvæmt fyrri samþykktum byggðarráðs Skagafjarðar.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar og gerðar fjárhagsáætlunar 2010. Jafnframt er nefndinni falið að afla frekari upplýsinga um hvað liggi að baki umbeðinni fjárhæð.
Páll Dagbjartsson óskar bókað:"Miðað við þær umræður sem fram hafa farið á milli byggðarráðs og fulltrúa Hofsbótar ses. um byggingu íþróttahúss á Hofsósi finnst mér eðlilegt að sveitarfélagið leggi fram fé á árinu 2010 til frekari undirbúnings framkvæmdarinnar og tel ég beiðni Hofsbótar ses. mjög í hóf stillt."
Bjarni Jónsson óskar bókað:"Undirritaður styður erindi Hofsbótar og telur að meirihluti byggðarráðs sé enn einu sinni að reyna að svæfa umræðu um íþróttahús með afgreiðslu sinni, líkt og fyrr á árinu þegar sama mál var til umfjöllunar og vísað til félags- og tómstundanefndar. Réttara væri að taka málið strax til raunhæfrar skoðunar með heimafólki og gera ráð fyrir þeirri úttekt í fjárhagsáætlun ársins 2010."
Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað:"Meirihluti byggðarráðs vísar í bókun 486. fundar ráðsins um málið og ítrekar mikilvægi þess að ákvörðun um byggingu íþróttahúss á Hofsósi tengist vinnu sveitarfélagins að þarfagreiningu og stefnumörkun sveitarstjórnar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun fjárfestingaverkefna til framtíðar litið. Því er eðlilegt að erindinu sé vísað til félags- og tómstundanefndar á þessu stigi málsins."
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009
Fulltrúar sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Við fulltrúar sjálfstæðiflokks viljum taka undir og árétta bókun fulltrúa flokksins frá byggðaráðsfundi 26.11. sl.svohljóðandi: Miðað við þær umræður sem fram hafa farið milli byggðaráðs og fulltrúa Hofsbótar ses fyrr á þessu ári um byggingu íþróttahúss á Hofsósi er eðlilegt að sveitarfélagið leggi fram fé á árinu 2010 til frekari undirbúnings framkvæmdarinnar og er beiðni Hofsbótar mjög í hóf stillt."
Fulltrúar framsóknarflokks og samfylkingar árétta bókun frá byggðarráði 26.nóv sl.
"Ítrekum mikilvægi þess að ákvörðun um byggingu íþróttahúss á Hofsósi tengist vinnu sveitarfélagins að þarfagreiningu og stefnumörkun sveitarstjórnar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun fjárfestingaverkefna til framtíðar litið. Því er eðlilegt að erindinu sé vísað til félags- og tómstundanefndar á þessu stigi málsins."
Gísli Árnason leggur fram eftirfarandi tillögu."Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir að í fjárhagsáætlun ársins 2010 sé gert ráð fyrir kr. 2.000.000 til undirbúnings byggingu íþróttahúss á Hofsósi, í samvinnu við Hofsbót ses."
Fram kom tillaga frá Sigurði Árnasyni um að tillögu Gísla Árnasonar verði vísað til seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2010 Samþykkt með fimm atkvæðum en fjórir sitja hjá.
Afgreiðsla 499. fundar byggðaráðs staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 12.01.2010
Málinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðaráði . Á fundinn komu fulltrúar Hofsbótar, styrktarsjóðs sem kynntu hugmyndir félagsins og hvöttu nefndina til að leggja félaginu til tvær milljónir til frekari undirbúnings framkvæmdarinnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 257. fundur - 19.01.2010
Afgreiðsla 153. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 257. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 154. fundur - 26.01.2010
Félags-og tómstundanefnd hefur ekki gert ráð fyrir tveggja milljóna króna fjárveitingu til Hofsbótar ses. í fjárhagsáætlun 2010. Nefndin leggur til við Byggðaráð að óskað verði eftir því að tæknisvið sveitarfélagsins meti í samstarfi við Hofsbót ses., möguleika til að bæta íþróttaaðstöðu barna og unglinga út að austan.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 503. fundur - 28.01.2010
Lögð fram bókun 154. fundar félags- og tómstundanefndar.
Byggðaráð samþykkir í ljósi niðurstöðu vinnu félags- og tómstundanefndar að fela tæknisviði Sveitarfélagsins að meta í samstarfi við Hofsbót ses. möguleika til að bæta íþróttaaðstöðu barna og unglinga út að austan.
Gísli Árnason óskar bókað: ´"Meirihluti sveitarstjórnar hefur þvælt þetta mál í tæpt ár, eða allt frá því að fulltrúar Hofsbótar lögðu fram tilboð um 105 milljón króna gjöf til sveitarfélagsins, sem ætluð var til byggingar íþróttahúss, frá íbúum við austanverðan Skagafjörð í maí síðastliðnum, sem Byggðaráð hafnaði svo með formlegum hætti í sumar. Það eru vonbrigði að þrátt fyrir augljósa mismunun á aðstöðu grunnskólanemenda í sveitarfélaginu til íþróttaiðkunar, hefur meirihluti sveitarstjórnar ítrekað hafnað að koma eitthvað til móts við væntingar íbúa. Að lokum var ósk um að gera ráð fyrir tveggja milljóna króna framlagi til undirbúnings á framkvæmdinni, í fjárhagsáætlun ársins 2010 hafnað, og tillaga sama efnis felld á fundi sveitarstjórnar 17. desember síðastliðinn." Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað: "Meirihluti byggðaráðs hafnar því að mál þetta hafi verið "þvælt" og telur að á allan hátti hafi verið staðið eðlilega að því. Þá er rétt að taka fram að verulegir óvissuþættir eru varðandi 105 mkr. framlag Hofsbótar en það átti m.a. að samanstanda af fjármunum, vinnuframlagi og sjálfboðavinnu. Verið er að byggja nýja sundlaug í Hofsósi þar sem sveitarfélagið leggur til tugi milljóna til framkvæmda tengdum sundlauginni, ásamt því að leggja til árlegt rekstrarfé sem áætla má um 20 ? 30 mkr. á ári. Með komu sundlaugarinnar mun aðstaða barna og unglinga út að austan verða sú besta í Skagafirði. Meirihlutinn mun áfram vinna að úrlausn varðandi íþróttamannvirki út að austan og er þessi afgreiðsla hluti af því." Páll Dagbjartsson fagnar því að reynt verði að bæta íþróttaaðstöðu barna og unglinga út að austan og væntir þess að íþróttahús rísi innan tíðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010
Gísli Árnason ýtreka bókun frá 503. fundi Byggðarráðs svohljóðandi:
"Meirihluti sveitarstjórnar hefur þvælt þetta mál í tæpt ár, eða allt frá því að fulltrúar Hofsbótar lögðu fram tilboð um 105 milljón króna gjöf til sveitarfélagsins, sem ætluð var til byggingar íþróttahúss, frá íbúum við austanverðan Skagafjörð í maí síðastliðnum, sem Byggðaráð hafnaði svo með formlegum hætti í sumar. Það eru vonbrigði að þrátt fyrir augljósa mismunun á aðstöðu grunnskólanemenda í sveitarfélaginu til íþróttaiðkunar, hefur meirihluti sveitarstjórnar ítrekað hafnað að koma eitthvað til móts við væntingar íbúa. Að lokum var ósk um að gera ráð fyrir tveggja milljóna króna framlagi til undirbúnings á framkvæmdinni, í fjárhagsáætlun ársins 2010 hafnað, og tillaga sama efnis felld á fundi sveitarstjórnar 17. desember síðastliðinn."
Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Þá var rætt um byggingu sundlaugar, tjaldsvæði og fleira.
Viku síðan af fundi.