Fara í efni

Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs

Málsnúmer 1901228

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 854. fundur - 23.01.2019

Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Freyju, Skagafirði, dagsett 21. janúar 2019 þar sem klúbburinn óskar eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að koma upp Freyju-fjölskyldugarði Skagafjarðar. Óskað er eftir samstarfi í þeirri mynd að finna góða staðsetningu fyrir sumarið 2019. Klúbburinn sjái um fjárfestingu í leiktækjum en viðhald svæðisins verði í höndum sveitarfélagsins. Markmiðið með garðinum er að hlúa að fjölskyldum og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 150. fundur - 07.02.2019

Tekið var fyrir erindi frá Kiwanisklúbbnum Freyju varðandi samstarf við Sveitarfélagið um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og fagnar frumkvæði Kiwanisklúbbsins Freyju. Fulltrúum frá klúbbnum er boðið að koma á næsta fund nefndarinnar til að kynna málið frekar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 151. fundur - 28.02.2019

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Freyju, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigríður Káradóttir, mættu á fundinn til að fara yfir hugmyndir klúbbsins um samstarf við Sveitarfélagið um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.
Farið var yfir hugmyndir að staðsetningu fjölskyldugarðs og fyrirkomulag á samstarfi.
Nefndin fagnar frumkvæði Freyjanna og hlakkar til samstarfsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 154. fundur - 15.04.2019

Lagður var fram tölvupóstur frá Kiwanisklúbbnum Freyju varðandi samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs í Sauðárgili.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 161. fundur - 15.10.2019

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Freyju sátu fundinn og ræddu hugmyndir um uppbyggingu á fjölskyldugarði.
Sviðstjóra falið að útbúa drög að samkomulagi um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 163. fundur - 27.11.2019

Lögð voru fyrir fundinn drög að viljayfirlýsingu á milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á fjölskyldugarði á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá undirskrift við Kiwanisklúbbinn Freyju.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 164. fundur - 19.12.2019

Lögð voru fyrir fundinn breytt drög að viljayfirlýsingu milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á fjölskyldugarði á Sauðárkróki.
Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á yfirlýsingunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drögin og felur sviðstjóra að ganga frá undirskrift við Kiwnisklúbbinn Freyju.