Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

873. fundur 03. júlí 2019 kl. 11:30 - 12:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Á 385.fundi sveitarstjórnar 26.júní 2019 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 27. júní 2019 til og með 8. ágúst 2019.

1.Verkefni nefnda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu - til samráðs

Málsnúmer 1906292Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sem barst í gegnum Samráðsgátt þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 135/2019 - verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 13.08. 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að umsögn sem tekin yrðu fyrir í byggðarráði.

2.Lóð 22, Hliðarendi (143908) - Golfskálinn, Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1906281Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristjáns E. Jónassonar f.h. Golfklúbbs Sauðárkróks um leyfi til að reka veitingastofu í flokki II í Golfskálanum Hlíðarenda, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Vinnureglur um númerslausar bifreiðar, starfsleyfi verktaka

Málsnúmer 1906274Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu áfram til kynningar hjá umhverfis- og samgöngunefnd, veitunefnd, skipulags- og byggingarnefnd, og fræðslunefnd.

4.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 1905140Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 26.06. 2019 frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, með samþykkt stjórnar sambandins á fundi hennar sem haldinn var 21.06. 2019, þar sem fjallað var um yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lögð var fram á stofnfundi 19. júní 2019. Yfirlýsingin sem stofnfundurinn samþykkti fylgir með erindinu en sveitarstjóri og formaður umhverfis- og samgöngunefndar tóku þátt í stofnfundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

5.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits N.l. vestra 2019

Málsnúmer 1901006Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 25. júní 2019 lögð fram til kynningar á 873. fundi byggðarráðs.

6.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019

Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer

872. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní 2019 lögð fram til kynningar á 873. fundi byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 12:15.