Fara í efni

Vinnureglur um númerslausar bifreiðar, starfsleyfi verktaka

Málsnúmer 1906274

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 873. fundur - 03.07.2019

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu áfram til kynningar hjá umhverfis- og samgöngunefnd, veitunefnd, skipulags- og byggingarnefnd, og fræðslunefnd.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 158. fundur - 01.08.2019

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka.
Nefndin felur sviðstjóra að útbúa verklagsreglur og drög að gjaldskrá Sveitarfélagsins í samræmi við vinnureglur Heilbrigðiseftirlits varðandi lausamuni.
Nefndin óskar eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa þar sem farið verður yfir starfsleyfi verktaka.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 61. fundur - 12.08.2019

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur óskað eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa vegna samþykktana og mun veitunefnd fylgjast með framvindu málsins.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 146. fundur - 22.08.2019

Erindinu vísað til fræðslunefndar frá 873. fundi byggðarráðs, þann 3. júlí s.l. Um er að ræða tölvupóst frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka. Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 161. fundur - 15.10.2019

Ræddar voru vinnureglur um númerslausar bifreiðar og starfsleyfi verktaka sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra samþykkti nýverið. Einnig voru ræddir snertifletir umhverfis- og samgöngunefndar og heilbrigðisnefndar.
Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra, sat fundinn undir þessum lið fundarins.