Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði
Málsnúmer 2005008
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 927. fundur - 26.08.2020
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum þann 6. maí 2020 að skipa starfshóp um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði.Lögð fram skýrsla starfshóps um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði frá júní 2020. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir formaður starfshópsins og Kristinn Hjálmarsson kom á fundinn og kynntu skýrsluna.
Byggðarráð þakkar fyrir góða vinnu starfshópsins og samþykkir að halda áfram með verkefnið. Samþykkt að setja málið aftur á dagskrá næsta byggðarráðsfundar.
Byggðarráð þakkar fyrir góða vinnu starfshópsins og samþykkir að halda áfram með verkefnið. Samþykkt að setja málið aftur á dagskrá næsta byggðarráðsfundar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 930. fundur - 16.09.2020
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum þann 6. maí 2020 að skipa starfshóp um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði. Starfshópurinn lagði fram skýrslu sína á fundi byggðarráðs þann 26. ágúst 2020.
Málið rætt og samþykkt að vinna frekar að þeim hugmyndum sem upp komu á fundinum.
Málið rætt og samþykkt að vinna frekar að þeim hugmyndum sem upp komu á fundinum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 932. fundur - 23.09.2020
Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri kom á fundinn til viðræðu varðandi aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela Sigfúsi Ólafi að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela Sigfúsi Ólafi að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 934. fundur - 07.10.2020
Málið áður á dagskrá 932. fundar þann 23. september 2020. Sigfús Ólafur Guðmundsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur vinni áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur vinni áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 935. fundur - 14.10.2020
Málið áður á dagskrá 934. fundar þann 7. október 2020. Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur vinni áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur vinni áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 936. fundur - 21.10.2020
Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 937. fundur - 28.10.2020
Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Rætt um að koma á fót nýsköpunarklasa í Skagafirði til að styðja við og efla það fjölbreytta frumkvöðlastarf sem er í Skagafirði.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 938. fundur - 04.11.2020
Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Rætt um að koma á fót nýsköpunarklasa í Skagafirði til að styðja við og efla það fjölbreytta frumkvöðlastarf sem er í Skagafirði. Málið rætt.
Stofnaður verður hópur fimm einstaklinga sem hafa farsæla reynslu af nýsköpunar-, tækni- og frumkvöðlastarfsemi til þess að koma með tillögur að eflingu nýsköpunar í Skagafirði.
Hópurinn vinni hratt og vel og skili af sér niðurstöðu í formi skýrslu/minnisblaðs til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem inniheldur greiningu mögulegra sviðsmynda um eflingu nýsköpunar á svæðinu. Niðurstöður liggi fyrir innan 3-4 vikna.
Hópinn skipa:
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Genís, formaður.
Dr. Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor og deildarstjóri fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum.
Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandic Sustainable Fisheries.
Stella Björg Kristinsdóttir, forstöðumaður sölu-, markaðs og vöruþróunar hjá
Mjólkursamlagi KS.
Dr. Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans.
Með hópnum starfa einnig Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjórar í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Tillagan samþykkt samhljóða.