Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Aðgerðaáætlun - viðbrögð við mögulegu atvinnuleysi í Skagafirði
Málsnúmer 0901009Vakta málsnúmer
2.Lille venskabsbymøde i Køge den 13. - 15. maj 09
Málsnúmer 0901092Vakta málsnúmer
Lagt fram boð varðandi vinabæjamót í Køge 13.-15. maí 2009.
Byggðaráð samþykkir sem lið í sparnaðarleiðum í endurskoðun fjárhagsáætlunar að ekki verði sendir fulltrúar á vinabæjamót til Køge í Danmörku í vor og þakkar gott boð og sendir góðar kveðjur.
Byggðaráð samþykkir sem lið í sparnaðarleiðum í endurskoðun fjárhagsáætlunar að ekki verði sendir fulltrúar á vinabæjamót til Køge í Danmörku í vor og þakkar gott boð og sendir góðar kveðjur.
3.Náttúrugripasafn
Málsnúmer 0903084Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi möguleika á uppbyggingu náttúrugripasafns/sýningar í Skagafirði. Óskar Dr. Þorsteinn Sæmundsson eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um hvort og hvernig megi byggja upp áhugaverða sýningu/kynningu/safn á lífríki og náttúru Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- og kynningarnefndar til afgreiðslu. Minnt er á að Náttúrugripasafn Skagafjarðar er til og bíður þess að því verði fundinn staður til framtíðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- og kynningarnefndar til afgreiðslu. Minnt er á að Náttúrugripasafn Skagafjarðar er til og bíður þess að því verði fundinn staður til framtíðar.
4.Mælifell - Umsókn um styrk v.fasteignaskatts 2009
Málsnúmer 0903085Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Frímúrarastúkunni Mælifelli á Sauðárkróki um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2009.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að fella niður 70% af álögðum fasteignaskatti ársins 2009. Páll Dagbjartsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að fella niður 70% af álögðum fasteignaskatti ársins 2009. Páll Dagbjartsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
5.Félagsheimilið Tjarnarbær - umsögn vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 0903086Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hestamannafélagsins Léttfeta um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Tjarnarbæ. Samkomusalur flokkur I og svefnpokagisting flokkur II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
6.Makaskipti á íbúðum - umsókn
Málsnúmer 0901065Vakta málsnúmer
Erindið áður tekið fyrir á 466. fundi byggðarráðs. Lagt fram mat lögg. fasteignasala á líklegu verðmæti fasteignanna Kvistahlíð 19 og Grenihlíð 26.
Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að ganga til samninga um makaskiptin á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.
Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að ganga til samninga um makaskiptin á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.
7.Aðalfundur Tækifæris hf 2009
Málsnúmer 0903062Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Tækifæris hf. 2009. Fundurinn verður haldinn á Akureyri 2. apríl nk.
8.Samb. ísl. sveitarfél. - Ársskýrsla 2008
Málsnúmer 0903079Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar Ársskýrsla 2008 Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 10:54.
Byggðaráð tekur jákvætt í það að fundnar verði leiðir til þess að draga tímabundið úr atvinnuleysi í sumar með sérstökum ráðstöfunum í samvinnu við VMST, með fyrirvara þó um fjárahagslegt svigrúm sveitarfélagsins í þeirri vinnu sem stendur yfir við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Byggðaráð beinir því til atvinnu- og ferðamálanefndar að fundað verði með fulltrúum atvinnulífsins og Vinnumálastofnunar og farið yfir afstöðu þeirra til sumarafleysinga og ráðninga. Sveitarstjóra ásamt sviðstjórum falið að vinna að samþættingu þeirra aðgerða sem sveitarfélagið geti farið í og móta í framhaldi af því tillögu til byggðaráðs.