Fara í efni

Aðgerðaáætlun - viðbrögð við mögulegu atvinnuleysi í Skagafirði

Málsnúmer 0901009

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 44. fundur - 08.01.2009

Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um aðgerðaáætlun til að bregðast við mögulegu atvinnuleysi í Skagafirði á komandi sumri.
Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 44. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 18. fundur - 02.02.2009

Sviðsstjóri Mark-þró óskar eftir því að sviðsstjórar listi upp verkefni sem geta skapað atvinnu fyrir atvinnuleitendur með aðstoð frá Vinnumálastofnun á sumri komanda. Stefnt að því að listi yfir tillögur liggi fyrir á næsta fundi. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á því að setja umsækjendur um fjárhagsaðstoð í tiltekin verkefni á vegum sveitarfélagsins. Félagsmálastjóra falið að skoða það mál frekar í samvinnu við tæknisvið.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 19. fundur - 09.02.2009

María og Herdís lögðu fram verkefni sem mögulegt er að vinna í sumar í samstarfi við atvinnuleysistryggingasjóð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Lagt fram á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.03.2009

Tillaga um umhverfisverkefni verður tekin fyrir hjá Atvinnu- og ferðamálanefnd á morgun og væntanlega fyrir Byggðaráð á fimmtudaginn. Tillagan gerir ráð fyrir ráðningu á 20 manns af atvinnuleysisskrá og þremur verkstjórum í þrjá mánuði. Áætlaður kostnaður er 11.5 milljónir.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 46. fundur - 24.03.2009

Sviðsstjóri kynnti hugmyndir um átak til fjölgunar sumarstörfum hjá sveitarfélaginu.
Ákveðið að vísa málinu til Byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 471. fundur - 26.03.2009

Lagðar fram hugmyndir um átak til fjölgunar sumarstarfa hjá sveitarfélaginu. Málinu vísað til byggðarráðs frá 46. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar.
Byggðaráð tekur jákvætt í það að fundnar verði leiðir til þess að draga tímabundið úr atvinnuleysi í sumar með sérstökum ráðstöfunum í samvinnu við VMST, með fyrirvara þó um fjárahagslegt svigrúm sveitarfélagsins í þeirri vinnu sem stendur yfir við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Byggðaráð beinir því til atvinnu- og ferðamálanefndar að fundað verði með fulltrúum atvinnulífsins og Vinnumálastofnunar og farið yfir afstöðu þeirra til sumarafleysinga og ráðninga. Sveitarstjóra ásamt sviðstjórum falið að vinna að samþættingu þeirra aðgerða sem sveitarfélagið geti farið í og móta í framhaldi af því tillögu til byggðaráðs.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 140. fundur - 31.03.2009

Tillögur Frístundasviðs um heildræna lausn á atvinnuleysi unglinga og ungmenna kynntar. Nefndin tekur undir tillögurnar og leggur til að unnið verði áfram að aðgerðaráætluninni í samræmi við ákvörðun Byggðaráðs frá 26.mars s.l.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009

Afgreiðsla 140. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009

Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009

Afgreiðsla 471. fundar byggðarráðs staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 475. fundur - 07.05.2009

Erindi vísað frá 141. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð áréttar þá málsmeðferð, vegna bókunar félagsmálanefndar frá 28. apríl 2009 um laun ungmenna sem ráðin eru til sumarstarfa hjá sveitarfélaginu annars vegar og laun jafnaldra þeirra sem boðin er námsvist í vinnuskóla sveitarfélagsins hins vegar að bókunin gildir eingöngu gagnvart þeim ungmennum sem boðin er námsvist við vinnuskólann. Laun skulu miðuð við þá launataxta sem tilgreindir eru í umræddri bókun og reiknuð út frá þeim. Sveitarfélagið er með þessari aðgerð að leggja aukið fé til vinnuskólans til að gefa ungmennum á þessum aldri sem ekki fá vinnu á almennum vinnumarkaði möguleika til að stunda nám við vinnuskólann og þau námskeið sem þar er boðið upp á og þiggja laun fyrir.
Byggðarráð samþykkir að fela félags- og tómstundanefnd yfirumsjón með átaksverkefni vegna vaxandi atvinnuþarfa 16 ára og eldri á komandi sumri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.