Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

422. fundur 14. febrúar 2008 kl. 10:00 - 11:05 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun Samb. ísl. sveitarfél. í málefnum innflytjenda

Málsnúmer 0802045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem sveitarfélaginu er boðið að koma fram sjónarmiðum þess varðandi stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.

2.UMFT - bókhaldsmál

Málsnúmer 0802021Vakta málsnúmer

Með tilvísun í gildandi samning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Umf. Tindastóls frá 22.04. 2002 og upplýsingaskyldu félagsins um fjármál þess gagnvart sveitarfélaginu, samþykkir byggðarráð að bókhald ungmennafélagsins verði fært í gagnagrunni sveitarfélagsins til loka samningsins árið 2012, enda beri sveitarfélagið ekki kostnað af þessu.

3.Svartárdeild - almennur félagsfundur

Málsnúmer 0802029Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð félagsfundar í Svartárdeild Veiðifélags Skagafjarðar 24. febrúar 2008. Byggðarráð samþykkir að fela landbúnaðarnefnd að senda fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins á fundinn.

4.Heimsókn í Skagafjörð

Málsnúmer 0802053Vakta málsnúmer

Heimsókn forseta Íslands í Skagafjörð 15.-16. apríl 2008. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að sjá um undirbúning móttökunnar í samráði við sveitarstjóra og samvinnu við Akrahrepp.

5.Héraðsáætlanir Landgræðslunnar - kynning

Málsnúmer 0802023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Landgræðslu ríkisins varðandi verkefnið Héraðsáætlanir Landgræðslunnar.

6.XXII. landsþing Sambands ísl. sveitarfél.

Málsnúmer 0802044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi XXII. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.

7.Sorphreinsun á Sauðárkróki - verksamningur

Málsnúmer 0802046Vakta málsnúmer

Verksamningur við Ó.K. Gámaþjónustu-sorphirðu ehf. Vísað frá umhverfis- og samgöngunefnd. Byggðarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

8.Umsjón sorphaugasvæðis - verksamningur

Málsnúmer 0802047Vakta málsnúmer

Verksamningur við Ó.K. Gámaþjónustu-sorphirðu ehf. Vísað frá umhverfis- og samgöngunefnd. Byggðarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Fundi slitið - kl. 11:05.