Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009
Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti rekstrupplýsingar fyrir sveitarfélagið og stofnanir fyrir tímabilið janúar - apríl 2009.
2.Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri lagði fram gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.
3.Bygging aðstöðuhúss fyrir tjaldstæði á Sauðárkróki
Málsnúmer 0805092Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samningi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um byggingu aðstöðuhúss á tjaldstæði. Frestað erindi frá 461. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð staðfestir framlagðan samning, en leggur áherslu á að verði slíkir samningar gerðir eftirleiðis, nýtist þeir sem flestum deildum skólans.
Byggðarráð staðfestir framlagðan samning, en leggur áherslu á að verði slíkir samningar gerðir eftirleiðis, nýtist þeir sem flestum deildum skólans.
4.Skagafjarðarveitur - Aðalfundarboð v.2008
Málsnúmer 0905068Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð Skagafjarðarveitna ehf. sem verður haldinn 11. júní 2009.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar eða varamenn þeirra, sem sjá sér fært að mæta, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar eða varamenn þeirra, sem sjá sér fært að mæta, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
Fundi slitið - kl. 11:10.