Fara í efni

Atvinnuátakið Vinnandi vegur

Málsnúmer 1202229

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 583. fundur - 23.02.2012

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til kynningar á atvinnuátakinu "Vinnandi vegur", sem ætlað er að vinna gegn langtímaatvinnuleysi. Aðilar verkefnisins eru ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, BSRB og BHM.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 183. fundur - 28.02.2012

Félags- og tómstundanefnd beinir þeim tilmælum til byggðarráðs að heimild verði veitt til að taka þátt í samstarfinu "vinnandi vegur" ef það gagnast þeim tveimur einstaklingum sem nú eru að missa bótarétt. Nefndin leggur áherslu á að nýtt verði þau samstarfsúrræði sem eru til staðar í sveitarfélaginu, einkum í tengslum við Virk - starfsendurhæfingu. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að þau úrræði sem beitt verður í þessu átaksverkefni séu sniðin að þörfum og getu viðkomandi einstaklinga og aðstæðum hér heima fyrir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 583. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 183. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 585. fundur - 08.03.2012

Málið áður á dagskrá 583. fundar byggðarráðs og 183. fundar félags- og tómstundanefndar. Atvinnuátakinu "Vinnandi vegur", er ætlað að vinna gegn langtímaatvinnuleysi.

Byggðarráð samþykkir að veita heimild til þátttöku í verkefninu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 585. fundar byggðaráðs staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 107. fundur - 13.06.2012

Málið kynnt. Gunnar Sandholt hefur samband við fulltrúa VMST og fer yfir málið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012

Átakið byggir á samkomulagi Vinnumálastofnunar VMST og Sambands íslenskra sveitarfélaga og miðar að því að útvega þeim störf sem eru við að missa bótarétt. Félagsmálastjóri greinir frá samráði við starfsmann Vinnumálastofnunar.
Enn hefur ekki verið afráðið hvort sveitarfélagið tekur þátt í þessu verkefni. Málið er til frekari athugunar hjá sveitarstjóra og félagsmálastjóra sem meta stöðuna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.