Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggingaverktakar - verkefnastaða og horfur
Málsnúmer 0907032Vakta málsnúmer
Talsmenn verktaka í byggingariðnaði í Skagafirði mættu á fund byggðarráðs til ræða verkefnastöðu fyrirtækjanna og horfur framundan. Lýstu þeir áhyggjum sínum af verkefnastöðu fyrirtækjanna og þverrandi verkefnum. Véku þeir síðan af fundi.
2.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót
Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer
Byggðarráð telur ekki forsendur til að hefja framkvæmdir við byggingu íþróttahúss á Hofsósi á grundvelli tilboðs Hofsbótar ses og Ungmannafélagsins Neista þar um. Öll forvinna er of skammt á veg komin til að forsvaranlegt sé fyrir sveitarstjórn að taka skyndiákvörðun um þátttöku í verkefninu og ýmsir þættir er lúta að framkvæmdinni óljósir.
Lýsir byggðarráð þó yfir vilja sveitarfélagsins til þess að starf vinnuhóps aðila sem stofnaður var um verkefnið haldi áfram og tengist vinnu sveitarfélagsins að þarfagreiningu og stefnumörkun sveitarstjórnar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun fjárfestingarverkefna til framtíðar litið.
Um leið og byggðarráð þakkar þann áhuga og stórhug sem tilboðsgjafar sýna þessu verkefni vísar ráðið hugmyndum um byggingu íþróttahúss á Hofsósi að öðru leyti til umfjöllunar í Félags- og tómstundanefnd í tengslum við vinnu nefndarinnar að tillögu til sveitarstjórnar um forgangsröðun uppbyggingar íþróttaðstöðu í sveitarfélaginu.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Fleiri kynslóðir skólabarna frá Hofsósi og nágrannabyggðum hafa ekki átt þess kost að hafa aðgang að boðlegri íþróttaaðstöðu á svæðinu. Nú hafa íbúar tekið saman höndum um að breyta því og staðið fyrir almennri fjársöfnum og áheitum meðal heimafólks sem nægir fyrir talverðum hluta kostnaðar við byggingu lítils íþróttahúss í tengslum við nýja sundlaug á Hofsósi. Einnig er miðað við að lagt verði í umtalsverða sjálboðaliðsvinnu til að bygging íþróttahúss geti orðið að veruleika. Þegar hefur verið lagt í mikla vinnu við undirbúning af hálfu aðstandenda verkefnisins. Því er mikilvægt að unnið verði áfram að farsælli lausn og útfærslu verksins með heimamönnum sem allir aðilar geta fellt sig við."
Lýsir byggðarráð þó yfir vilja sveitarfélagsins til þess að starf vinnuhóps aðila sem stofnaður var um verkefnið haldi áfram og tengist vinnu sveitarfélagsins að þarfagreiningu og stefnumörkun sveitarstjórnar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun fjárfestingarverkefna til framtíðar litið.
Um leið og byggðarráð þakkar þann áhuga og stórhug sem tilboðsgjafar sýna þessu verkefni vísar ráðið hugmyndum um byggingu íþróttahúss á Hofsósi að öðru leyti til umfjöllunar í Félags- og tómstundanefnd í tengslum við vinnu nefndarinnar að tillögu til sveitarstjórnar um forgangsröðun uppbyggingar íþróttaðstöðu í sveitarfélaginu.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Fleiri kynslóðir skólabarna frá Hofsósi og nágrannabyggðum hafa ekki átt þess kost að hafa aðgang að boðlegri íþróttaaðstöðu á svæðinu. Nú hafa íbúar tekið saman höndum um að breyta því og staðið fyrir almennri fjársöfnum og áheitum meðal heimafólks sem nægir fyrir talverðum hluta kostnaðar við byggingu lítils íþróttahúss í tengslum við nýja sundlaug á Hofsósi. Einnig er miðað við að lagt verði í umtalsverða sjálboðaliðsvinnu til að bygging íþróttahúss geti orðið að veruleika. Þegar hefur verið lagt í mikla vinnu við undirbúning af hálfu aðstandenda verkefnisins. Því er mikilvægt að unnið verði áfram að farsælli lausn og útfærslu verksins með heimamönnum sem allir aðilar geta fellt sig við."
3.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 0907015Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Skátafélaginu Eilífsbúum um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árin 2007-2009 vegna skátaskála í landi Brekku og fasteignar félagsins við Borgartún 2.
Byggðarráð hafnar erindinu á grundvelli 2.gr. e) liðar reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Byggðarráð hafnar erindinu á grundvelli 2.gr. e) liðar reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
4.Lýðræðismál í sveitarfélögum - Málþing 19. ágúst 2009.
Málsnúmer 0907028Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til málþings 19. ágúst nk. um lýðræðismál í sveitarfélögum. Vakin er athygli á að hægt verður að fylgjast með á netinu á meðan þinginu stendur og eftirá.
5.Áhættumat starfa og forvarnir...
Málsnúmer 0907013Vakta málsnúmer
Lagt fram dreifibréf frá Vinnueftirlitinu þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á skyldu þeirra að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, sbr. lög nr. 46/1980, 65. gr.
6.Skipulags- og byggingarnefnd - 180
Málsnúmer 0907007FVakta málsnúmer
Fundargerð 180. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 486. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
6.1.Fellstún 13 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0906074Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
6.2.Vindheimamelar - Umsögn um rekstrarleyfi,
Málsnúmer 0907006Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
6.3.Hofsstaðir 146408 - Umsögn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 0906072Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
6.4.Árgarður - Umsögn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 0906073Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
6.5.Hólatún 3 (143453) - breikkun innkeyrslu.
Málsnúmer 0907009Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
6.6.Aðalgata-Skógargata ljósleiðari -
Málsnúmer 0907001Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
6.7.Sauðárkrókur - Rammaskipulag
Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
6.8.Fellstún 16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 0906051Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
6.9.Fellstún 18 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 0906052Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 12:01.