Aðalgata-Skógargata ljósleiðari -
Málsnúmer 0907001
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 180. fundur - 17.07.2009
Aðalgata-Skógargata ljósleiðari. Arnar Halldórsson verkefnastjóri sækir fyrir hönd Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140 með bréfi dagsettu 16. júlí sl.,um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í gamla bæjarhlutanum á Sauðárkróki. Fyrirhuguð lega leiðarans er sýnd á framlögðum uppdrætti. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið enda verði framkvæmd og frágangur verði unnin í fullu samráði við tæknideild Sveitarfélagsins.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 486. fundur - 23.07.2009
Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.