Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sat fundinn undir fyrsta lið fundarins
Kynnt endurskoðuð áætlun. Búið a ð reikna inn kostnað vegna nýs búsetuúrræðis og nýrrar þjónustu í frekari liðveislu (NPA)
1.Fjárhagsáætlun 2013 málefni fatlaðra
Málsnúmer 1208137Vakta málsnúmer
Lög fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málefni fatlaðra sem eru til vinnslu í þjónustuhópi SSNV og verða send stjórn Byggðasamlagsins í þessari viku.
Einnig kynnt endurskoðuð drög að áætlun, þegar búið er að reikna inn kostnað vegna nýs búsetuúrræðis og nýrrar þjónustu í frekari liðveislu (NPA)
Félags- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög, enda sé gengið út frá því að tekjur standi undir útgjöldum skv. samningi milli sveitarfélagsins og byggðasamlagsins.
Einnig kynnt endurskoðuð drög að áætlun, þegar búið er að reikna inn kostnað vegna nýs búsetuúrræðis og nýrrar þjónustu í frekari liðveislu (NPA)
Félags- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög, enda sé gengið út frá því að tekjur standi undir útgjöldum skv. samningi milli sveitarfélagsins og byggðasamlagsins.
2.Bréf frá Velferðarvaktinni í upphafi skólaárs
Málsnúmer 1208119Vakta málsnúmer
Bréf Velferðráðuneytisins lagt fram til kynningar.
3.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók
Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer
Aðstoð samþykkt í fjórum erindum í fjórum málum. Fært í trúnaðarbók
Fundi slitið - kl. 09:30.