Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

188. fundur 18. september 2012 kl. 09:00 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Tómas Broddason
Dagskrá
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sat fundinn undir fyrsta lið fundarins
Kynnt endurskoðuð áætlun. Búið a ð reikna inn kostnað vegna nýs búsetuúrræðis og nýrrar þjónustu í frekari liðveislu (NPA)

1.Fjárhagsáætlun 2013 málefni fatlaðra

Málsnúmer 1208137Vakta málsnúmer

Lög fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málefni fatlaðra sem eru til vinnslu í þjónustuhópi SSNV og verða send stjórn Byggðasamlagsins í þessari viku.
Einnig kynnt endurskoðuð drög að áætlun, þegar búið er að reikna inn kostnað vegna nýs búsetuúrræðis og nýrrar þjónustu í frekari liðveislu (NPA)
Félags- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög, enda sé gengið út frá því að tekjur standi undir útgjöldum skv. samningi milli sveitarfélagsins og byggðasamlagsins.

2.Bréf frá Velferðarvaktinni í upphafi skólaárs

Málsnúmer 1208119Vakta málsnúmer

Bréf Velferðráðuneytisins lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók

Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer

Aðstoð samþykkt í fjórum erindum í fjórum málum. Fært í trúnaðarbók

Fundi slitið - kl. 09:30.