Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2013 málefni fatlaðra

Málsnúmer 1208137

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 187. fundur - 28.08.2012

Félagsmálastjóri kynnir verkáætlun við gerð fjárhagsáætlunar fyrir málefni fatlaðra sem þarf að vera lokið um miðja september í tæka tíð fyrir þing SSNV.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 188. fundur - 18.09.2012

Kynnt endurskoðuð áætlun. Búið a ð reikna inn kostnað vegna nýs búsetuúrræðis og nýrrar þjónustu í frekari liðveislu (NPA)
Lög fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málefni fatlaðra sem eru til vinnslu í þjónustuhópi SSNV og verða send stjórn Byggðasamlagsins í þessari viku.
Einnig kynnt endurskoðuð drög að áætlun, þegar búið er að reikna inn kostnað vegna nýs búsetuúrræðis og nýrrar þjónustu í frekari liðveislu (NPA)
Félags- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög, enda sé gengið út frá því að tekjur standi undir útgjöldum skv. samningi milli sveitarfélagsins og byggðasamlagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 187. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 188. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu stkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 189. fundur - 16.10.2012

Lögð fram að nýju til kynningar fjárhagsáætlun SSNV um málefni fatlaðra fyrir árið 2013, sem samþykkt var á þingi SSNV með fyrirvara um tekjuforsendur Jöfnunarsjóðs fyrir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.