Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók
Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer
Afgreidd tvö erindi, sjá trúnaðarbók
2.Íþróttavöllurinn á Sauðárkróki
Málsnúmer 1302044Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja drög að samningi milli sveitarfélagsins annarsvegar og knattspyrnudeildar Tindastóls varðandi umsjón íþróttavallarins.
Þorsteinn Broddason hefur í tölvupósti gert svofelldar athugasemdir:
"Samningurinn sem svo mikið kapp er lagt á að samþykkja hefur ekki verið kynntur frjálsíþróttadeild Tindastóls eða UMSS, sem nýta þennan völl til æfinga og keppni. Það er ljóst að þessir tveir aðilar hafa hagsmuna að gæta þegar kemur að fyrirkomulagi rekstrar á Sauðárkróksvelli eins og kemur fram í þessum drögum að samningi. Það þætti mér því eðlilegt að samningurinn væri borinn undir þessa aðila og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir ef einhverjar eru áður en Sveitarfélagið Skagafjörður skuldbindur sig með undirritun samningsins.
Eins þætti mér eðlilegt í ljósi ástands vallarins og ákvæðum annarar málsgreinar 6 gr samningsins, að gerður yrði viðauki við þennan samning sem tæki á því hvernig á að koma vellinum í viðunandi horf, hversu mikið það kostar og hvernig það verður fjármagnað.
Bjarki Tryggvason óskar bókað: "Þegar við ræddum þennan samning á sínum tíma í félags- og tómstundanefnd þá ræddum við um það að frjálsíþróttadeildin yrði að vera samþykk þessum samningi. Fram kemur í pósti formanns frjálsíþróttadeildar UMFT, Sigurjóns Leifssonar, dags. 23. apríl 2013 að frjálsíþróttadeildin sjái ekkert athugavert við samningsdrögin og sé sátt við þau. Það hefur því þegar verið gengið úr skugga um að málið hefur hlotið viðunandi kynningu innan íþróttahreyfingarinnar.
Varðandi seinni hluta athugasemdanna þá er það sérstakt mál sem þarf aðra umfjöllun og breytir ekki þeim verkþáttum eða fjárhæðum sem hér er samið um.
Einnig er bent á að skv. samningnum hefur umsjónarmaður íþróttamannvirkja eftirlit með framkvæmd samningsins og annarri vinnu á vellinum hér eftir sem hingað til.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir samninginn og vísar honum til Byggðarráðs
Þorsteinn Broddason hefur í tölvupósti gert svofelldar athugasemdir:
"Samningurinn sem svo mikið kapp er lagt á að samþykkja hefur ekki verið kynntur frjálsíþróttadeild Tindastóls eða UMSS, sem nýta þennan völl til æfinga og keppni. Það er ljóst að þessir tveir aðilar hafa hagsmuna að gæta þegar kemur að fyrirkomulagi rekstrar á Sauðárkróksvelli eins og kemur fram í þessum drögum að samningi. Það þætti mér því eðlilegt að samningurinn væri borinn undir þessa aðila og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir ef einhverjar eru áður en Sveitarfélagið Skagafjörður skuldbindur sig með undirritun samningsins.
Eins þætti mér eðlilegt í ljósi ástands vallarins og ákvæðum annarar málsgreinar 6 gr samningsins, að gerður yrði viðauki við þennan samning sem tæki á því hvernig á að koma vellinum í viðunandi horf, hversu mikið það kostar og hvernig það verður fjármagnað.
Bjarki Tryggvason óskar bókað: "Þegar við ræddum þennan samning á sínum tíma í félags- og tómstundanefnd þá ræddum við um það að frjálsíþróttadeildin yrði að vera samþykk þessum samningi. Fram kemur í pósti formanns frjálsíþróttadeildar UMFT, Sigurjóns Leifssonar, dags. 23. apríl 2013 að frjálsíþróttadeildin sjái ekkert athugavert við samningsdrögin og sé sátt við þau. Það hefur því þegar verið gengið úr skugga um að málið hefur hlotið viðunandi kynningu innan íþróttahreyfingarinnar.
Varðandi seinni hluta athugasemdanna þá er það sérstakt mál sem þarf aðra umfjöllun og breytir ekki þeim verkþáttum eða fjárhæðum sem hér er samið um.
Einnig er bent á að skv. samningnum hefur umsjónarmaður íþróttamannvirkja eftirlit með framkvæmd samningsins og annarri vinnu á vellinum hér eftir sem hingað til.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir samninginn og vísar honum til Byggðarráðs
3.Vettvangsheimsókn KSÍ á Íþróttavöll Sauðárkróks skýrsla maí 2013
Málsnúmer 1305216Vakta málsnúmer
Ótthar kynnti skýrslu mannvirkjanefndar KSÍ frá 21.5.2013. Ástand vallarins er alvarlegt vegna frostskemmda. Unnið er skv. tillögum skýrsluhöfunda.
4.Umsókn um styrk vegna útgáfu fræðsluefnis
Málsnúmer 1305233Vakta málsnúmer
Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk til þessa verkefnis nú enda ekki gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Erindinu synjað.
5.Styrkbeiðni - Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls
Málsnúmer 1305213Vakta málsnúmer
Afgreiðslu frestað. Nefndin felur fjölskyldusviði að gera tillögu að reglum um styrki vegna ungmenna sem valin eru í landslið sinna íþróttagreina.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Áheyrnarfulltrúar og Ótthar mættu á fundinn að loknum fyrsta dagskrárlið.