Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat fundinn undir lið 1-3. Þorgerður Þórhallssdóttir, Herdís Á Sæmundardóttir og Þorvaldur Gröndal sátu fundinn undir liðum 2-8
1.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015
Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer
Samþykktar 6 umsóknir í 5 málum.
2.Umsókn um leyfi fyrir daggæslu barna á einkaheimili HA.
Málsnúmer 1501299Vakta málsnúmer
Hafdís Arnardóttir sækir um leyfi til að gerast dagmóðir í Varmahlíð. Uppfyllir öll skilyrði að undanskildu námskeiði fyrir dagmæður en hyggst sækja það næst þegar það er haldið. Lagt er til að veitt verði bráðabirgðaleyfi til eins árs fyrir fjögur börn. Samþykkt.
3.Umsókn um leyfi til að starfa sem dagforeldri á einkaheimili. EN.
Málsnúmer 1502216Vakta málsnúmer
Erna Nielsen sækir um leyfi til að gerast dagmóðir á Sauðárkróki. Uppfyllir öll skilyrði. Lagt er til að veitt verði leyfi til eins árs fyrir fjögur börn. Samþykkt.
4.Fundargerðir Þjónustuhóps Róta bs 2015
Málsnúmer 1502215Vakta málsnúmer
Formaður kynnti fundargerð þjónustuhóps frá 17. febrúar s.l.
5.Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu.
Málsnúmer 1501302Vakta málsnúmer
Dagskrá námskeiðis fyrir félagsmálanefndir kynnt. Það mun fara fram í Miðgarði þann 21. apríl n.k.
6.14/11/04 Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1409248Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að reglum fyrir Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin samþykkir tillöguna.
7.Tillaga að opnunartíma sundlauga yfir páskana 2015.
Málsnúmer 1502232Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að opnunartíma sundlauganna á Sauðárkróki og Hofsósi yfir páskana. Tillagan samþykkt.
8.Uppbygging fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki
Málsnúmer 1501295Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrsta fundargerð starfshóps um byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki.
Fundi slitið - kl. 17:00.