Fara í efni

Hvatapeningar

Málsnúmer 1510224

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 224. fundur - 02.11.2015

Lagt fram yfirlit yfir hvatapeninga til íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfs barna og ungmenna. Forstöðumanni íþrótta- og frístundamála falið að vinna að reglum með það að markmiði að einfalda reglur um hvatapeninga og gera fyrirkomulagið aðgengilegra. Frekari umræðum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 225. fundur - 11.11.2015

Rætt um fyrirkomulag hvatapeninga vegna iðkunar íþrótta og tómstunda. Málinu frestað til næsta fundar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 224. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 226. fundur - 23.11.2015

Lagt er til að upphæð hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstunda barna verði 8.000 kr. á ári að því tilskyldu að upphæð æfingagjalda nemi að lágmarki 30.000 kr. Ekki er gerð krafa um að barn stundi fleiri en eina íþrótta- eða tómstundagrein. Systkini geta samnýtt þessa upphæð. Ítarlegar reglur um hvatapeninga verða lagðar fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 225. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 226. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 230. fundur - 05.02.2016

Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti tillögu að reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um hvatapeninga. Reglurnar samþykktar samhljóða og þeim vísað til sveitarstjórnar. Reglurnar verða kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.23 "Hvatapeningar." Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Lagðar fram reglur um Hvatapeninga sem samþykktar voru á 230. fundi félags- og tómstundanefndar 5. febrúar 2016 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

Öll börn í Sveitarfélaginu Skagafirði 6 - 18 ára ( fædd 1998-2010 ) eiga rétt á Hvatapeningum að upphæð 8.000 kr. Hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.
Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga- / þáttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir árið 2016 fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára.

Reglur um notkun hvatapeninga:
1. Skilyrði þess að hægt sé að nýta Hvatapeningana er að um skipulagt íþrótta-, lista- eða æskulýðsstarf sé að ræða og sé stundað undir leiðsögn þjálfara, leiðbeinenda eða kennara. Þetta á við um allt skipulagt íþrótta- og æskulýðstarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, tónlistarskóla, skáta og önnur námskeið skipulögð af frístundasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sbr. Sumar-TÍM.

2. Forsendur Hvatapeninga er að heildargreiðsla fyrir íþrótta-, tómstunda eða tónlistarnám barns nemi að lágmarki 30.000.- á ári. Systkini geta nýtt sér eina Hvatapeninga ef upphæðin nær að lágmarki 30.000.-fyrir þau til samans.

3. Hvatapeninga er ekki hægt að nýta til kaupa á æfingakorti í líkamsræktarstöð en skipulögð unglinganámskeið innan líkamsræktarstöðva falla undir styrkinn. Undantekning frá þessu eru ungmenni fædd 1997 og 1996 en þau geta nýtt Hvatapeningana til kaupa á æfingakortum.

Framlagðar reglur bornar undir atkvæði og samþykktar með níu atkvæðum.