Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

226. fundur 23. nóvember 2015 kl. 13:00 - 14:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og íþróttamála
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára

Málsnúmer 1407046Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til nefndarinnar frá sveitarstjórn til annarar umræðu. Nefndin samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir og vísar henni til sveitarstjórnar.

2.Hvatapeningar

Málsnúmer 1510224Vakta málsnúmer

Lagt er til að upphæð hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstunda barna verði 8.000 kr. á ári að því tilskyldu að upphæð æfingagjalda nemi að lágmarki 30.000 kr. Ekki er gerð krafa um að barn stundi fleiri en eina íþrótta- eða tómstundagrein. Systkini geta samnýtt þessa upphæð. Ítarlegar reglur um hvatapeninga verða lagðar fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrá Húss frítímans 2016

Málsnúmer 1511178Vakta málsnúmer

Lagt er til að gjaldskrá Húss frítímans verði sem hér segir:

Viðburðir 2015 2016 Breyting

Afmæli 8.000 8.500 6,3%
Fundur/Ráðstefna >3 tímar, færri en 50 manns 10.000 10.500 5%
Fundur/Ráðstefna > 3 tímar, > 50 manns 15.000 15.500 3,3%
Gjald f. markaði góðgerðafélaga/”opið hús“, einstaklingur 15.000 15.500 3,3%
Leiga fyrir veislur / verslunarmarkaði eða sambærilegt 50.000 52.000 4,0%
Leiga til íþróttafélaga v. gistingar, á mann pr. nótt 1.000 1.000 0,0%

Tillagan samþykkt samhljóða.

4.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2016

Málsnúmer 1511050Vakta málsnúmer

Sundlaugar 2015 2016 Breyting
Börn að 18 ára aldri búsett í sveitarfélaginu frítt frítt engin
Önnur börn 0 - 6 ára 0 kr. 0 kr.
Önnur börn yngri en 18 ára 250 kr. 300 kr. 20,0%
10 miða kort barna 1.650 kr. 1.700 kr. 3,0%
Eldri borgarar, búsettir í sveitarfélaginu frítt frítt engin
Öryrkjar, búsettir í sveitarfélaginu frítt frítt engin
Aðrir öryrkjar 250 kr. 300 kr. 20,0%
Fullorðnir í sund/gufu 600 kr. 700 kr. 16,7%
Klukkutíma ? einkatími gufu 4.500 kr. 4.650 kr. 3,3%
10 miða kort fullorðinna 4.500 kr. 4.650 kr. 3,3%
30 miða kort fullorðinna 9.500 kr. 9.850 kr. 3,7%
Árskort 30.500 kr. 31.500 kr. 3,3%
Gufubað innifalið innifalið engin
Infra-rauð sauna innifalið innifalið engin
Sundföt 600 kr. 600 kr. 0,0%
Handklæði 600 kr. 600 kr. 0,0%
Endurútgáfa á þjónusturkorti 550 kr. 550 kr. 0,0%
Opnun sundlauga utan auglýsts opnunartíma 10.000 kr. 20.000 kr. 100,0%

Íþróttasalir 2015 2016 Breyting
Sauðárkrókur ? 3/3 salur 9.600 kr. 9.950 kr. 3,6%
Sauðárkrókur ? 2/3 salur 7.200 kr. 7.450 kr. 3,5%
Sauðárkrókur ? 1/3 salur 3.700 kr. 3.850 kr. 4,1%
Sauðárkrókur ? til veisluhalda 310.000 kr. 300.000 kr. -3,2%
Sauðárkrókur ? íþróttahús við Freyjugötu 3.700 kr. 3.850 kr. 4,1%
Varmahlíð ? heill salur 6.800 kr. 7.050 kr. 3,7%

Ekki er veittur magnafsláttur af afsláttarkjörum.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

5.Laun vinnuskóla og V.I.T. sumarið 2016

Málsnúmer 1511177Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á launatöxtum og vinnutímafjölda fyrir vinnuskóla.

6.Fjárhagsáætlun 2016 - málaflokkur 06

Málsnúmer 1510222Vakta málsnúmer

Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 fyrir árið 2016 lögð fram þar sem búið er að taka tillit til samþykktra gjaldskrárhækkana. Niðurstöðutala áætlunarinnar er 317.540.907 kr. og er 2.2% hækkun frá fyrra ári. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 14:10.