Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Gunnar vék af fundi eftir afgreiðslu fjórða liðar.
1.Miðnætursund-Hofsósi
Málsnúmer 1604148Vakta málsnúmer
Til fundar við nefndina mættu Auður Björk Birgisdóttir og Rúnar Páll Hreinsson, Grindum, til að ræða umsókn sína um að halda miðnætursund í sundlauginni á Hofsósi.
Auður og Rúnar óska eftir samstarfi við sveitarfélagið, fyrir fyrirtæki sitt Infinity Blue, þar sem sveitarfélagið leggur sundlaugina til endurgjaldslaust í 9 mánuði til reynslu.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til Byggðarráðs.
Auður og Rúnar óska eftir samstarfi við sveitarfélagið, fyrir fyrirtæki sitt Infinity Blue, þar sem sveitarfélagið leggur sundlaugina til endurgjaldslaust í 9 mánuði til reynslu.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til Byggðarráðs.
2.Aðgerðaáætlun gegn kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi
Málsnúmer 1603078Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi Jafnréttisstofu.
3.SÍS - um jafnt búsetuform barna
Málsnúmer 1605085Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla verkefnisstjórnar um jafnt búsetuform barna.
4.Reglur um niðurgreiðslur á daggæslu barna í heimahúsum
Málsnúmer 1602198Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bráðabirgðaákvæði 3. og 4. mgr. 10 greinar reglna um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum sem sett voru 2011 verði felldar inn í reglurnar og þær samþykktar þannig. Vísað til sveitarstjórnar.
5.Aðsóknartölur sundlauga Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1604041Vakta málsnúmer
Þorvaldur kynnti aðsóknartölur í sundlaugum sveitarfélagsins fyrir fyrstu 5 mánuði ársins. Aðsókn hefur aukist að meðatali um 40% í laugarnar á því tímabili.
6.Garðsláttur vinnuskóla 2016
Málsnúmer 1606029Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir garðslátt 2016 sem hér segir:
Garður minni en 500 fm, fullt verð kr. 6.500.- / 3.700.- f. eldri borgara og öryrkja
Garður stærri en 500 fm, fullt verð kr. 9.900.- / 6.200.- f. eldri borgara og öryrkja
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar gjaldskránni til Byggðarráðs.
Garður minni en 500 fm, fullt verð kr. 6.500.- / 3.700.- f. eldri borgara og öryrkja
Garður stærri en 500 fm, fullt verð kr. 9.900.- / 6.200.- f. eldri borgara og öryrkja
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar gjaldskránni til Byggðarráðs.
7.Opnunartími sundlauga 2016
Málsnúmer 1606032Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir tillögu um lengda opnun sundlauganna í Hofsósi og í Varmahlíð vegna Landsmóts Hestamanna.
Opnunin verður auglýst á heimsíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.
Opnunin verður auglýst á heimsíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.
Fundi slitið - kl. 14:50.