Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

234. fundur 08. júní 2016 kl. 13:00 - 14:50 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Halla Ólafsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Gunnar Sandholt og Þorvaldur Gröndal
Dagskrá
Gunnar vék af fundi eftir afgreiðslu fjórða liðar.

1.Miðnætursund-Hofsósi

Málsnúmer 1604148Vakta málsnúmer

Til fundar við nefndina mættu Auður Björk Birgisdóttir og Rúnar Páll Hreinsson, Grindum, til að ræða umsókn sína um að halda miðnætursund í sundlauginni á Hofsósi.
Auður og Rúnar óska eftir samstarfi við sveitarfélagið, fyrir fyrirtæki sitt Infinity Blue, þar sem sveitarfélagið leggur sundlaugina til endurgjaldslaust í 9 mánuði til reynslu.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til Byggðarráðs.

2.Aðgerðaáætlun gegn kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi

Málsnúmer 1603078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Jafnréttisstofu.

3.SÍS - um jafnt búsetuform barna

Málsnúmer 1605085Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla verkefnisstjórnar um jafnt búsetuform barna.

4.Reglur um niðurgreiðslur á daggæslu barna í heimahúsum

Málsnúmer 1602198Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bráðabirgðaákvæði 3. og 4. mgr. 10 greinar reglna um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum sem sett voru 2011 verði felldar inn í reglurnar og þær samþykktar þannig. Vísað til sveitarstjórnar.

5.Aðsóknartölur sundlauga Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1604041Vakta málsnúmer

Þorvaldur kynnti aðsóknartölur í sundlaugum sveitarfélagsins fyrir fyrstu 5 mánuði ársins. Aðsókn hefur aukist að meðatali um 40% í laugarnar á því tímabili.

6.Garðsláttur vinnuskóla 2016

Málsnúmer 1606029Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir garðslátt 2016 sem hér segir:
Garður minni en 500 fm, fullt verð kr. 6.500.- / 3.700.- f. eldri borgara og öryrkja
Garður stærri en 500 fm, fullt verð kr. 9.900.- / 6.200.- f. eldri borgara og öryrkja
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar gjaldskránni til Byggðarráðs.

7.Opnunartími sundlauga 2016

Málsnúmer 1606032Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir tillögu um lengda opnun sundlauganna í Hofsósi og í Varmahlíð vegna Landsmóts Hestamanna.
Opnunin verður auglýst á heimsíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.

Fundi slitið - kl. 14:50.