Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

284. fundur 04. desember 2020 kl. 15:00 - 15:30 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 06 2021

Málsnúmer 2010098Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun frístundaþjónustu hefur tekið örlitlum breytingum frá síðustu umræðu. Um er að ræða launaliði nokkurra stofnana sem voru vanreiknaðir við síðustu umræðu. Hækkanir nema u.þ.b. 1.5 milljón króna. Á móti hafa orðið lækkanir á innri gjöldum þannig að samtals nema hækkanir í málaflokki 06 um 350 þúsund krónum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir nú og vísar henni til síðari umræði í byggðarráði og sveitarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 02 2021

Málsnúmer 2010096Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun félagsþjónustu hefur breyst talsvert milli umræðna. Fyrst og fremst er um að ræða tekjuliði en útsvarstekjur ásamt endurgreiðslur sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks voru verulega vantaldar við fyrri umræðu. Í heildina er um að ræða um 40 milljónir króna til lækkunar áætluninni.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir nú og vísar henni til síðari umræði í byggðarráði og sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:30.