Fjárhagsáætlun 02 2021
Málsnúmer 2010096
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 281. fundur - 22.10.2020
Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 02 fyrir árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsþjónustu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 283. fundur - 23.11.2020
Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02, almenna og sértæka félagsþjónustu lögð fram til seinni umræðu í nefndinni. Nefndin ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er í málefnum fatlaðs fólks svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa. Nefndin vekur athygli á því að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa ekki gengið frá áframhaldandi samningi um samstarfi í þjónustu við fatlað fólk en samningurinn rann út um síðustu áramót, lögð er áhersla á að þeirri vinnu verði hraðað.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðaráðs og sveitarstjórnar.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðaráðs og sveitarstjórnar.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 284. fundur - 04.12.2020
Fjárhagsáætlun félagsþjónustu hefur breyst talsvert milli umræðna. Fyrst og fremst er um að ræða tekjuliði en útsvarstekjur ásamt endurgreiðslur sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks voru verulega vantaldar við fyrri umræðu. Í heildina er um að ræða um 40 milljónir króna til lækkunar áætluninni.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir nú og vísar henni til síðari umræði í byggðarráði og sveitarstjórn.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir nú og vísar henni til síðari umræði í byggðarráði og sveitarstjórn.