Fara í efni

Fjárhagsáætlun 06 2021

Málsnúmer 2010098

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 281. fundur - 22.10.2020

Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 06 fyrir árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana frístundaþjónustu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 283. fundur - 23.11.2020

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06, frístundaþjónustu, lögð fram til seinni umræðu í nefndinni.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun málaflokks 06 fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 284. fundur - 04.12.2020

Fjárhagsáætlun frístundaþjónustu hefur tekið örlitlum breytingum frá síðustu umræðu. Um er að ræða launaliði nokkurra stofnana sem voru vanreiknaðir við síðustu umræðu. Hækkanir nema u.þ.b. 1.5 milljón króna. Á móti hafa orðið lækkanir á innri gjöldum þannig að samtals nema hækkanir í málaflokki 06 um 350 þúsund krónum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir nú og vísar henni til síðari umræði í byggðarráði og sveitarstjórn.