Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

28. fundur 06. nóvember 2024 kl. 10:00 - 11:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
    Aðalmaður: Anna Lilja Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Rakel Kemp Guðnadóttir leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 02

Málsnúmer 2406043Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun.

2.Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 06

Málsnúmer 2406045Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun.

3.Opnunartímar íþróttamannvirkja 2025

Málsnúmer 2409341Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir opnunartíma íþróttamannvirkja í Skagafirði og aðsóknartölur sundlauga eftir árum, mánuðum, dögum og tíma dags. Lögð fram tillaga að opnunartíma árið 2025:

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð:
Sumaropnun:
Mánudaga - föstudaga 11:00-20:00
Laugardaga- sunnudaga 10:00-18:00

Vetraropnun:
Mánudaga - föstudaga 08:00-21:00
Laugardaga - sunnudaga 10:00-16:00

Sundlaug Sauðárkróks:
Sumaropnun:
Mánudaga - föstudaga 06:50-21:00
Laugardaga - sunnudaga 10:00-18:00

Vetraropnun:
Mánudaga - fimmtudaga 06:50-20:30
Föstudaga 06:50-20:00
Laugaradaga - sunnudaga 10:00-16:00

Sundlaugin á Hofsósi:
Sumaropnun:
Mánudaga - föstudaga 07:00-20:00
Laugardaga - sunnudaga 10:00-20:00

Vetraropnun:
Mánudaga - föstudaga 07:00-13:00 / 17:00-20:00
Laugardaga - sunnudaga 11:00-16:00

Íþróttahúsið á Sauðárkróki:
Sumaropnun:
Mánudaga - föstudaga 09:00-21:00
Laugardaga - sunnudaga 12:00-16:00

Vetraropnun:
Mánudaga - föstudaga 08:00-23:00
Laugardaga 10:00-18:00
Sunnudaga 10:30-16:30

Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.

4.Jólamót Molduxa 2024

Málsnúmer 2411010Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember nk. Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni.
Guðlaugur Skúlason vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

5.Gjaldskrá heimaþjónustu 2025

Málsnúmer 2410034Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2024 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs.

6.Fagráð - fjallað um og veitt ráðgjöf um einstök mál

Málsnúmer 2107015Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fjórar fundargerðir ráðsins þ.e. 25. fundargerð fagráðs frá 14. september sl., 26. fundargerð fagráðs frá 30. september sl., 27. fundargerð fagráðs frá 14. október sl. og 28. fundargerð fagráðs frá 29.október sl.

7.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2024

Málsnúmer 2401165Vakta málsnúmer

Lagt fram eitt mál, skráð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 11:50.