Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 02

Málsnúmer 2406043

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 24. fundur - 06.06.2024

Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 27. fundur - 14.10.2024

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2025 í málaflokki 02 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2025 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 28. fundur - 06.11.2024

Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun.