Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

69. fundur 09. júlí 2011 kl. 13:30 - 14:25 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

Málsnúmer 0911074Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 30.06.2011, var máli nr. 0911074, um áhorfendapalla og gólfefni í íþróttahúsið á Sauðárkróki, vísað til fræðslunefndar til umsagnar.

Fræðslunefnd minnir á að íþróttakennsla í grunnskólum er lögbundin. Íþróttahúsið á Sauðárkróki er kennslustaður grunnskólabarna á skólatíma. Fræðslunefnd leggur áherslu á að við val á gólfefni í húsið sé fullt tillit tekið til þess hvað best hentar íþróttakennslu barna, bæði hvað hljóðvist og undirlag varðar.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að í samtölum hennar við íþróttakennara og fleiri hafi komið fram það álit að parket henti best sem gólfefni í húsið. Formaður tekur í sama streng.

Fundi slitið - kl. 14:25.