Fara í efni

Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

Málsnúmer 0911074

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 500. fundur - 04.12.2009

Sveitarstjóri kynnti byggðarráði að samkvæmt núverandi reglum Körfuknattleikssambands Íslands þá eiga kappleikir í efstu deild að fara fram á parketgólfum frá og með hausti 2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 500. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 503. fundur - 28.01.2010

Lögð fram bókun 154. fundar félags- og tómstundanefndar.

Byggðaráð tekur undir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar. Um er að ræða kostnaðarsama framkvæmd sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Byggðaráð óskar eftir því að Körfuknattleiksdeildin leiti eftir því við KKÍ að kröfu um parketgólf fyrir næsta keppnistímabil verði frestað í ljósi erfiðs efnahagsástands í landinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 541. fundur - 06.01.2011

Lagt fram bréf frá körfuknattleiksdeild Ungmennafélagsins Tindastóls þar sem formaður deildarinnar óskar eftir viðræðum um endurnýjun á gólfefni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi byggðarráðs með forsvarsmönnum körfuknattleiksdeildar og aðalstjórnar Ungmennafélgsins Tindastóls.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011

Afgreiðsla 541. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 558. fundur - 30.06.2011

Lögð fram skýrsla frá Umhverfis- og tæknisviði Sveitarfélagins Skagafjarðar, þar sem kynntir eru mögulegir valkostir við að skipta út gólfi í sal íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Íþróttahreyfingin hefur boðist til að koma að verkinu með vinnuframlagi. Málið sent til fræðslunefndar og félags- og tómstundanefndar til umsagnar.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 69. fundur - 09.07.2011

Á fundi byggðarráðs þann 30.06.2011, var máli nr. 0911074, um áhorfendapalla og gólfefni í íþróttahúsið á Sauðárkróki, vísað til fræðslunefndar til umsagnar.

Fræðslunefnd minnir á að íþróttakennsla í grunnskólum er lögbundin. Íþróttahúsið á Sauðárkróki er kennslustaður grunnskólabarna á skólatíma. Fræðslunefnd leggur áherslu á að við val á gólfefni í húsið sé fullt tillit tekið til þess hvað best hentar íþróttakennslu barna, bæði hvað hljóðvist og undirlag varðar.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að í samtölum hennar við íþróttakennara og fleiri hafi komið fram það álit að parket henti best sem gólfefni í húsið. Formaður tekur í sama streng.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 174. fundur - 12.07.2011

Á fundi byggðarráðs þann 30.06.2011, var máli nr. 0911074, um áhorfendapalla og gólfefni í íþróttahúsið á Sauðárkróki, vísað til félags-og tómstundanefndar til umsagnar. Nefndin vill að við val á gólfefni í húsið sé fullt tillit tekið til þess hvað best hentar íþróttaiðkun barna, bæði hvað hljóðvist og undirlag varðar. Nefndin leggur til að farið verði í verkefnið sem fyrst og valið verði parkett með fjaðrandi undirlagi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 560. fundur - 14.07.2011

Í upphafi fundar kom Jón Örn Berndsen á fundinn og svaraði spurningum fundarmanna varðandi skiptingu á gólfefni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Byggðaráð samþykkir samhljóða að farið verði í það að skipta út gólfefni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, nýtt gólfefni verður fjaðrandi parket á grind. Framkvæmdinni samkvæmt áætlaðri upphæð 25-26mkr vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar og sveitarstjóra falið að hrinda málinu í framkvæmd sem fyrst.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað: Eðlilegra hefði verið að afgreiða hagræðingaaðgerðir á vegum Sveitarfélagsins áður en farið er í framkvæmdir sem ekki eru á fjárhagsáætlun.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: Það er óásættanlegt að enn og aftur sé byggðaráð í sumarleyfi sveitarstjórnar að taka stórar ákvarðanir sem varða fjárhag og framkvæmdir sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Þetta verk er ekki brýnna en svo að mati meirihlutans það fór ekki inn í fjárhagsáætlun ársins. Það er ekkert nýtt komið fram í málinu sem kallar á þessa flýtimeðferð. Tel rétt að fresta umræðu og ákvörðunartöku til gerðar fjárhagsáætlunar 2012. Tel rétt að árétta að áætlað er að verkið mun kosta sveitarsjóð um 25 - 26 m.kr. og fjármögnun liggur ekki fyrir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 561. fundur - 28.07.2011

Afgreiðsla 174. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 561. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 561. fundur - 28.07.2011

Afgreiðsla 69. fundar fræðslunefndar staðfest á 561. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 27.09.2011

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Endurbætur á gólfi íþróttahússins á Sauðárkróki hafa gengið vel og verður lokið 30.september.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 177. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.