Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

75. fundur 13. desember 2011 kl. 15:00 - 16:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri
  • Anna Steinunn Friðriksdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Tillaga að breytingum á gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar

Málsnúmer 1111095Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur til að fyrirliggjandi drög að gjaldskrá tónlistarskóla verði samþykkt.

2.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012

Málsnúmer 1111093Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá vistunar í leikskóla og heilsdagsskóla hækki um 9%, gjaldskrá fæðis í leikskólum, grunnskólum og heilsdagsskóla hækki um 13% og að gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 3%. Gjaldskrárhækkanir þessar taki gildi 1. janúar n.k.

Fræðslunefnd leggur til að leikskólar sveitarfélagsins verði lokaðir sumarið 2012 sem hér segir:

Ársalir 16. júlí til og með 10. ágúst, alls 4 vikur, Birkilundur 9. júlí til og með 10 ágúst, alls 5 vikur, Tröllaborg 2. júlí til og með 10. ágúst, alls 6 vikur.

Fræðslunefnd leggur til að framleiðsla matar fyrir leikskólann á Sauðárkróki flytjist alfarið í leikskólann og að ráðinn verði kokkur til að sjá um fæði fyrir bæði stigin. Jafnframt verði skoðað hvort eldhús leikskólans geti einnig annað framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla, eldra stig.

Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til grunnskólastjórnenda að þeir komi með tillögur að fyrirkomulagi skólahalds vegna styttingar skólaársins um 10 daga.

Fræðslunefnd beinir því til byggðarráðs að tæknideild sveitarfélagsins verði falið að hanna og kostnaðarmeta breytingar á húsnæði neðstu hæðar Varmahlíðarskóla svo koma megi leik- og grunnskólanum undir eitt þak. Jafnfram leggur fræðslunefnd til að núverandi húsnæði leikskólans verði selt til að koma til móts við þann kostnað sem af breytingunum hljótast.

Fræðslunefnd leggur til að í upphafi næsta árs verði sérhæfðir aðilar á sviði kennslu, rekstrar og skólastjórnunar fengnir til að vinna að útfærslu mismunandi möguleika á breytingum á skipulagi skólahalds austan Vatna.

Fræðslunefnd samþykkir að vísa tillögum þessum til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 16:40.