Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012
Málsnúmer 1111093
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 73. fundur - 21.11.2011
Fjárhagsrammi fyrir fræðslusvið lagður fram. Fræðslunefnd samþykkir að óska eftir tillögum forstöðumanna stofnana og fræðslustjóra til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Næsti fundur ákveðinn n.k. mánudag 28. nóvember kl. 15:00. Samþykkt að boða alla forstöðumenn til fundarins.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 74. fundur - 28.11.2011
Á fundinn mættu leik- og grunnskólastjórar ásamt tónlistarskólastjóra. Farið var yfir forsendur þeirra tillagna sem forstöðumenn setja fram í sínum áætlunum fyrir árið 2012. Stjórnendur útskýrðu sínar áætlanir og rætt var um möguleika til frekari hagræðingar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 75. fundur - 13.12.2011
Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá vistunar í leikskóla og heilsdagsskóla hækki um 9%, gjaldskrá fæðis í leikskólum, grunnskólum og heilsdagsskóla hækki um 13% og að gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 3%. Gjaldskrárhækkanir þessar taki gildi 1. janúar n.k.
Fræðslunefnd leggur til að leikskólar sveitarfélagsins verði lokaðir sumarið 2012 sem hér segir:
Ársalir 16. júlí til og með 10. ágúst, alls 4 vikur, Birkilundur 9. júlí til og með 10 ágúst, alls 5 vikur, Tröllaborg 2. júlí til og með 10. ágúst, alls 6 vikur.
Fræðslunefnd leggur til að framleiðsla matar fyrir leikskólann á Sauðárkróki flytjist alfarið í leikskólann og að ráðinn verði kokkur til að sjá um fæði fyrir bæði stigin. Jafnframt verði skoðað hvort eldhús leikskólans geti einnig annað framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla, eldra stig.
Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til grunnskólastjórnenda að þeir komi með tillögur að fyrirkomulagi skólahalds vegna styttingar skólaársins um 10 daga.
Fræðslunefnd beinir því til byggðarráðs að tæknideild sveitarfélagsins verði falið að hanna og kostnaðarmeta breytingar á húsnæði neðstu hæðar Varmahlíðarskóla svo koma megi leik- og grunnskólanum undir eitt þak. Jafnfram leggur fræðslunefnd til að núverandi húsnæði leikskólans verði selt til að koma til móts við þann kostnað sem af breytingunum hljótast.
Fræðslunefnd leggur til að í upphafi næsta árs verði sérhæfðir aðilar á sviði kennslu, rekstrar og skólastjórnunar fengnir til að vinna að útfærslu mismunandi möguleika á breytingum á skipulagi skólahalds austan Vatna.
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 10. fundur - 20.12.2011
Fræðslustjóri ásamt leik- og grunnskólastjórum kynntu fjárhagsáætlanir Birkilundar og Varmahlíðarskóla. Formaður bar upp áætlarninar og samstarfsnefndin samþykkti þær fyrir sitt leyti.
Skólastjóri Varmahlíðarskóla kynnti einnig fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð. Áætlunin samþykkt með fyrirvara um að útfærsla opnunartíma sé ásættanleg að mati nefndarmanna. Tillaga þar um þarf að liggja fyrir í síðasta lagi 30. desember n.k.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 77. fundur - 14.03.2012
Málið rætt. Ákveðið að afla frekari upplýsinga og ákvörðun frestað til næsta fundar.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 77. fundur - 14.03.2012
Lagt er til að skipaður verði framkvæmdahópur sem stýrir verkefninu. Í hópnum eiga sæti Bjarki Tryggvason formaður fræðslunefndar sem jafnframt er formaður framkvæmdahópsins, Rúnar Vífilsson, fv. fræðslustjóri og Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnisstjóri, sem halda mun utan um starf hópsins. Á meðan á rekstrarúttekt stendur starfar Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur með hópnum. Einnig starfar hópurinn náið með fræðslustjóra, fræðslunefnd og öðrum sérfræðingum sveitarfélagsins eftir atvikum. Lögð er áhersla á að í öllu ferlinu verði haft gott samráð við foreldra, starfsmenn og aðra íbúa svæðisins austan Vatna. M.a. verði haldnir borgarafundir og leitað verði eftir einstaklingum úr hópi foreldra og starfsmanna skólanna til að vinna með hópnum að útfærslu hugmynda.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012
Sigurjón Þórðarson og Þorsteinn Tómas Broddason óska að bókað verði:
"Lögð skal áhersla á að umræddur framkvæmdahópur fjölmargra sérfræðinga takmarki ekki úttekt sína við Grunnskólann Austan vatna, þar sem kostnaður við umræddan skóla er tiltölulega lítill hluti af því fjármagni sem Sveitarfélagið Skagafjörður ver til fræðslumála."
Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Formaður upplýsti að rammi fyrir fjárhagsáætlun yrði gefinn út á byggðarráðsfundi morgun, fimmtudaginn 17. nóvember.Ákveðið að halda fund mánudaginn 21. nóvember n.k.kl. 15:00 til frekari umræðna um fjárhagsáætlun.