Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012
Málsnúmer 1111093Vakta málsnúmer
Málið rætt. Ákveðið að afla frekari upplýsinga og ákvörðun frestað til næsta fundar.
2.Flutningur leikskóla í grunnskólann
Málsnúmer 1112269Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson, kynnti hugmyndir að þeim breytingum sem gera þarf á Varmahlíðarskóla til þess að koma megi leikskólanum þar fyrir. Fram kom að samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hefur fjallað um málið og falið starfsmönum að vinna áfram að málinu. Fræðslunefnd fagnar fram komnum hugmyndum og tekur undir bókun samstarfsnefndar.
3.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012
Málsnúmer 1111093Vakta málsnúmer
Lagt er til að skipaður verði framkvæmdahópur sem stýrir verkefninu. Í hópnum eiga sæti Bjarki Tryggvason formaður fræðslunefndar sem jafnframt er formaður framkvæmdahópsins, Rúnar Vífilsson, fv. fræðslustjóri og Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnisstjóri, sem halda mun utan um starf hópsins. Á meðan á rekstrarúttekt stendur starfar Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur með hópnum. Einnig starfar hópurinn náið með fræðslustjóra, fræðslunefnd og öðrum sérfræðingum sveitarfélagsins eftir atvikum. Lögð er áhersla á að í öllu ferlinu verði haft gott samráð við foreldra, starfsmenn og aðra íbúa svæðisins austan Vatna. M.a. verði haldnir borgarafundir og leitað verði eftir einstaklingum úr hópi foreldra og starfsmanna skólanna til að vinna með hópnum að útfærslu hugmynda.
4.Tillaga um viðbyggingu við Árskóla
Málsnúmer 1203014Vakta málsnúmer
Kynntar voru teikningar að viðbyggingu við Árskóla við Skagafirðingabraut. Fræðslunefnd lýsir ánægju með samþykkt sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 16:10.