Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

95. fundur 03. júní 2014 kl. 13:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Stefán Reynir Gíslason áheyrnarftr. Tónl.skóla
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
  • Sveinn Sigurbjörnsson grunnskólastjóri
  • Jóhann Bjarnason grunnskólastjóri
  • Lára Gunndís Magnúsdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Umsagnarbeiðni - undanþága frá notkun merkinga á skólabíl - Jón Gissurarson

Málsnúmer 1404277Vakta málsnúmer

Í ljósi aðstæðna sem fram koma í erindi Jóns, leggur fræðslunefnd til að samþykkt verði undanþága frá notkun merkinga á skólabíl. Samþykkt þessi er háð því að börnum sé keyrt heim að bæ og að þau fari ekki út úr bílnum þar sem umferð er.

2.Kennslukvóti 2014-2015

Málsnúmer 1405090Vakta málsnúmer

Viðmið um kennslumagn grunnskólanna fyrir skólaárið 2014-2015 lagt fram. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við þessi viðmið.

3.Skóladagatöl grunnskóla 2014-2015

Málsnúmer 1405111Vakta málsnúmer

Skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2014-2015 lögð fram. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við dagatölin.

4.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjölskyldustefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Fræðslunefnd fagnar gerð fjölskyldustefnu og hvetur til að unnið verði að gerð mælikvarða á framgang stefnunnar.

5.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2014

Málsnúmer 1405219Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti að Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefði veitt sveitarfélaginu tvo styrki, annan vegna verkefnisins ,,Snjallir nemendur - notkun nýrrar tækni í námi og kennslu" og hinn vegna verkefnisins ,,Efling læsis og lesskilnings í grunnskólum Skagafjarðar", samtals að upphæð kr. 1.008.000.-

6.Tillaga að tónlistarforskóla

Málsnúmer 1405259Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að tónlistarforskóla í grunnskólum Skagafjarðar. Tillagan gerir ráð fyrir að öll börn í 1. bekk skólaárið 2014-2015 fái tónlistarkennslu sem verði samþætt tónmenntakennslu grunnskólanna. Verkefnið er samstarfsverkefni tónlistarskólans og grunnskólanna. Fræðslunefnd fagnar tillögunni og samþykkir hana samhljóða.
Í lok fundarins þakkaði formaður nefndarmönnum og starfsmönnum gott samstarf á kjörtímabilinu og óskaði þeim velfarnaðar. Aðrir tóku í sama streng.

Fundi slitið.