Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Ingileif Oddsdóttir og Þorkell Þorsteinsson sátu fundinn undir lið 1. Steinunn Arnljóstsdóttir og Broddi Reyr Hansen, fulltrúar leikskólanna, sátu fundinn undir lið 2, Óskar G. Björnsson sat fundinn undir liðum 3-5, Ingvi Hrannar Ómarsson sat fundinn undir lið 5 og Sveinn Sigurbjörnsson sat fundinn undir lið 6.
1.FNV - fjöldi nemenda úr Skagafirði
Málsnúmer 1504280Vakta málsnúmer
Fulltrúar FNV, þau Ingileif Oddsdóttir, skólameistari og Þorkell Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari komu á fundinn og ræddu áhuga sinn á aukið samstarfi við sveitarfélagið um kynningarmál. Nefndin tekur undir sjónarmið um mikilvægi þess að efla FNV og stuðla að fjölgun nemenda við skólann.
2.Sumarlokun leikskóla í Skagafirði 2015
Málsnúmer 1411251Vakta málsnúmer
Með tilliti til niðurstaðna könnunar um þörf fyrir lengri opnunartíma í Tröllaborg og í Birkilundi, sem leikskólastjórar framkvæmdu, þykir ekki þörf á að stytta lokun þessara leikskóla sumarið 2015.
Jafnframt var samþykkt tillaga um að leikskólarnir hafi 56 dagvinnutíma til ráðstöfunar vegna faglegs starfs, starfsmannafunda o.þ.h. og mega þá loka á meðan. Tekið er fram að ekki er um aukningu á tímafjölda að ræða, heldur er verið að skilgreina betur hvernig þessum tímum skuli ráðstafað.
Jafnframt var samþykkt tillaga um að leikskólarnir hafi 56 dagvinnutíma til ráðstöfunar vegna faglegs starfs, starfsmannafunda o.þ.h. og mega þá loka á meðan. Tekið er fram að ekki er um aukningu á tímafjölda að ræða, heldur er verið að skilgreina betur hvernig þessum tímum skuli ráðstafað.
3.Kennslukvóti grunnskólanna 2015-2016
Málsnúmer 1504169Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að kennslukvóta til grunnskólanna skólaárið 2015-2016. Nefndin samþykkir tillöguna.
4.Umsýsla með undanþágunefnd grunnskóla
Málsnúmer 1501267Vakta málsnúmer
Lögð fram tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að umsýsla Undanþágunefndar flytjist til Námsmatsstofnunar.
5.Upplýsingatæknimál grunnskóla
Málsnúmer 1505087Vakta málsnúmer
Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla og Ingvi Hrannar, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, fóru yfir stöðu mála vegna upplýsingatæknivæðingu grunnskólanna. Þeir ræddu einnig leið sem Árskóli vill fara í þessari væðingu. Ekki liggur enn fyrir hvaða fyrirkomulag Varmahlíðarskóli og Grunnskólinn austan Vatna vilja tileinka sér. Málinu frestað.
6.Starfsemi tónlistarskóla 2015-2016
Málsnúmer 1505085Vakta málsnúmer
Lagt er til að auglýst verði eftir kennara í strengjadeild í 100% starf og píanókennara í 70% starf sem vegna kennslu austan Vatna. Þetta mun ekki hafa í för með sér fjölgun stöðugilda. Nefndin samþykkir tillöguna.
Fundi slitið - kl. 16:10.