Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Nafn á sameinaðan leikskóla á Sauðárkróki
Málsnúmer 1005005Vakta málsnúmer
2.Leikskólamál á Sauðárkróki
Málsnúmer 1005024Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri fór yfir greinargerð Önnu Jónu nýráðins leikskólastjóra um stöðuna í undirbúningi að sameiningu leikskólanna og opnun nýs húsnæðis við Árkíl. Í greinargerðinni koma fram hugmyndir og tillögur sem ekki er tekin afstaða til að sinni.
3.Kennslumagn grunnskóla 2010-2011. Drög
Málsnúmer 1005039Vakta málsnúmer
Farið var yfir drög að úthlutun kennslumagns grunnskólanna fyrir skólaárið 2010-2011. Fræðslustjóra falið að vinna frekar með drögin og koma með tillögu á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Farið var yfir tillögur að nafni á sameinaðan leikskóla á Sauðárkróki. Alls bárust 72 tillögur að nafni. Fræðslunefnd samþykkir að gefa leikskólanum nafnið Ársalir. Húsin tvö verða auðkennd með heitunum ,,yngra stig" og ,,eldra stig". Tveir sendu tillögu að þessu nafni, þau Sigurður Jónsson, Ártúni 19 og Guðný Sif Gunnarsdóttir, Laugatúni 1. Hljóta þau peningaverðlaun að upphæð kr. 15.000.- hvort.