Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

60. fundur 18. ágúst 2010 kl. 14:15 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Útboð á framleiðslu hádegisverðar í Ársölum, eldra stig

Málsnúmer 1008140Vakta málsnúmer

Formaður lagði fram minnisblað og tillögu að fyrirkomulagi framleiðslu hádegisverðar í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Tillagan gerir ráð fyrir að áfram verði samið við Videosport ehf. - Ólafshús um framleiðslu fyrir yngra stigið en að framleiðsla fyrir eldra stigið verði boðið út til eins árs til þeirra tveggja aðila sem hafa séð um framleiðslu matar fyrir skólana á Sauðárkróki. Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um endurgeiðslu leikskólagjalda

Málsnúmer 1008058Vakta málsnúmer

Samþykkt að endurgreiða þeim foreldrum sem sannanlega hafa ofgreitt leikskólagjöld og fæði í ágúst vegna flutnings í nýtt húsnæði. Endurgreiðslan verður dregin frá gjaldinu í september.

3.Starfsmannafundir í leikskólum

Málsnúmer 1008166Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga um að færa starfsmannafundi inn í vinnutíma í stað þess að starfsmannafundir séu haldnir eftir lokun leikskóla á daginn. Þetta hefði í för með sér að loka þyrfti leikskólum í hálfan dag 2 svar sinnum á haustönn og 2 svar sinnum á vorönn. Ekki var tekin afstaða til tillögunnar.

Rætt um skipulags- og starfsdaga í leik- og grunnskólum. Fræðslunefnd samþykkir að frá og með næsta skólaári verði skipulags- og starfsdagar samræmdir í leik- og grunnskólum innan skólahverfa.

4.Ósk um að fá að ráða stuðningsfulltrúa í Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1008172Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir að ráðinn verði stuðningsfulltrúi í 75% starf í Varmahliðarskóla til áramóta.

5.Beiðni um styrk vegna nýsköpunarkeppni

Málsnúmer 1008096Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir að styrkja Nýsköpunarkeppni grunnskóla um kr. 50.000.-. Stykurinn skal tekinn af liðum 04090.

6.Kynning á starfsemi fræðslusviðs

Málsnúmer 1008148Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri ásamt starfsmönnum fræðsluþjónustu fóru yfir og kynntu starfsemi og verkefni fræðslusviðs.

7.Starfsáætlun fræðsluþjónustu

Málsnúmer 1008145Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri kynnti starfsáætlun fræðsluþjónustunnar fyrir skólaárið 2010-2011 en þetta er í fyrsta sinn sem starfsáætlun fyrir þessa starfseiningu er lögð fram. Starfsáætlunin er afrakstur stefnumótunarvinnu starfsmanna á s.l. vetri.

8.Fræðsludagur skólanna

Málsnúmer 1008147Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri kynnti fyrirhugaðan fræðsludag skólanna, sem haldinn verður í Miðgarði á morgun, 19. ágúst. Þetta er í fyrst sinn sem slíkur dagur er haldinn fyrir allt fræðslusviðið í heild sinn. Fulltrúum í fræðslunefdn er boðið að sitja fræðsludaginn.

Fundi slitið - kl. 15:30.