Fara í efni

Útboð á framleiðslu hádegisverðar í Ársölum, eldra stig

Málsnúmer 1008140

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 60. fundur - 18.08.2010

Formaður lagði fram minnisblað og tillögu að fyrirkomulagi framleiðslu hádegisverðar í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Tillagan gerir ráð fyrir að áfram verði samið við Videosport ehf. - Ólafshús um framleiðslu fyrir yngra stigið en að framleiðsla fyrir eldra stigið verði boðið út til eins árs til þeirra tveggja aðila sem hafa séð um framleiðslu matar fyrir skólana á Sauðárkróki. Tillagan samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Afgreiðsla 60. fundar fræðslunefndar staðfest á 525. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 61. fundur - 08.09.2010

Lögð voru fram 2 tilboð í framleiðslu hádegisverðar í leikskólanum Ársölum. Annars vegar frá Videosport ehf. og hins vegar frá Skagfirskum Mat ehf.Fræðslunefnd samþykkir að ganga til viðræðna við Skagfirskan Mat ehf. á grundvelli tilboðsins. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 61. fundar fræðslunefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.