Fara í efni

Fræðslunefnd

10. fundur 11. janúar 2023 kl. 16:15 - 17:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
    Aðalmaður: Agnar Halldór Gunnarsson
Starfsmenn
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Sólveig Arna Ingólfsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Jóhann Bjarnason skólastjóri grunnskóla
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir Sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Fjölmenningarteymi í Árskóla

Málsnúmer 2212040Vakta málsnúmer

Anna Steinunn Friðriksdóttir og Inga Lára Sigurðardóttir, sem skipa fjölmenningarteymi Árskóla ásamt Svavari Viktorssyni, komu á fundinn ásamt Óskari Björnssyni skólastjóra og kynntu starf teymisins sem unnið hefur hörðum höndum að því að efla fjölmenningarlegt samfélag Árskóla. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og fagnar faglegum vinnubrögðum teymisins við afar þarft verkefni sem móttaka og utanumhald nemenda með annað móðurmál en íslensku er. Nefndin hvetur teymið jafnframt til áframhaldandi góðra verka.

2.Skólapúls 2022-2023

Málsnúmer 2212119Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr nemendakönnun 6.-10. bekkjar grunnskóla í Skagafirði sem framkvæmd er af Skólapúlsinum. Skólapúlsinn gerir árlegar kannanir meðal nemenda, starfsfólks og foreldra grunnskólabarna.

3.Gæðastarf í skólum - úttekt ytra mat

Málsnúmer 2212197Vakta málsnúmer

Kynnt var erindi frá GETA um tilboð til sveitarfélaga um ytra mats úttekt á skólastarfi í leik- og grunnskólum. Umsóknarfrestur fyrir vorönn er til 27. janúar.

4.Starfsáætlanir leikskóla 2022 - 2023

Málsnúmer 2301087Vakta málsnúmer

Starfsáætlanir leikskóla voru lagðar fram til kynningar fyrir skólaárið 2022-2023. Fræðslunefnd þakkar greinagóðar upplýsingar og fagnar góðu starfi leikskólanna í Skagafirði.

5.Skóladagatöl leikskóla 2022 - 2023, sumarstarf í Ársölum.

Málsnúmer 2301042Vakta málsnúmer

1. Fræðslunefnd samþykkti skóladagatal leikskólanna á fundi sínum þann 23. júní sl. en áskildi sér rétt til að endurskoða skóladagatal Ársala út frá fyrirhugaðri vinnu með starfsumhverfi leikskólans og opnunartíma yfir sumarið.
Haldinn var fundur með starfsfólki leikskólans til að ræða leiðir og fá fram þeirra sjónarmið varðandi fyrirkomulag á sumarleyfi leikskólans. Í framhaldi var send út könnun til foreldra til að kanna viðhorf þeirra.
Á grundvelli þeirrar vinnu er lögð fram sú tillaga að hafa leikskólann Ársali opinn yfir sumarið og bjóða foreldrum val um fyrra frí á tímabilinu 19.júní-14.júlí eða seinna frí á tímabilinu 17.júlí-11.ágúst. Einnig er lagt til að foreldrum verði gefinn kostur á niðurfellingu gjalda, á tímabilinu 1. júní til 31.ágúst, óski þeir eftir samfelldri lengingu sumarleyfis að lágmarki eina viku og að hámarki fjórar vikur. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára sem verður endurmetið að þeim tíma loknum.

2. Fræðslunefnd samþykkti á fundi sínum 23.júní sl. skóladagatal leikskólanna. Leikskólastjóri Ársala óskar eftir því að stytta fyrirhugaða námsferð starfsmanna í febrúar um einn dag og verður leikskólinn því lokaður 22.-27.febrúar í stað 22.-28.febrúar.

Nefndin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

6.Fundir í fræðslunefnd á vorönn 2023

Málsnúmer 2212041Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2023, sem eru eftirfarandi: 9. febrúar, 7. mars, 11. apríl, 9. maí og 13. júní. Nefndin samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 17:40.