Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

147. fundur 15. apríl 2010 kl. 20:00 - 20:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Dagskrá

1.Málefni búfjáreftirlits

Málsnúmer 1004083Vakta málsnúmer

Málefni búfjáreftirlits - málið skráð í trúnaðarbók.

2.Ósk um breytingu á samningi

Málsnúmer 1004084Vakta málsnúmer

Ósk um breytingu á samningi milli Hestamannafélagsins Svaða og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um beitar- og áningarhólf við félagssvæði Svaða við Hofsgerði við Hofsós. Samningur dags. 6. nóv 2001.

Óskar er eftir að svokallað sjúkrahólf verði í umsjón hestamannafélagsins og samningi frá 6. nóv 2001 verði breytt hvað þetta varðar.

Landbúnaðarnefnd er þessu samþykk og vísar málinu til eignasjóðs sveitarfélagins.

3.Boðun aðalfundar Heiðadeildar Blöndu- og Svartaár.

Málsnúmer 1004086Vakta málsnúmer

Fundarborð bars formanni landbúnaðarnefndar símleiðis.

Eftirfarandi fulltrúar tilnefndir til að mæta á aðalfundi Heiðardeilda Blöndu og Svartár. Einar E Einarsson, Smári Borgarsson, Björn Friðriksson, Björn Ófeigsson.

4.Þjóðlendukröfur

Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Ólafi Björnssyni lögmanni dags. 30. apríl 2010 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa til að mæta til fundar vegna þjóðlendumála 30. apríl n.k. þar sem fram fer aðalmálsmeðferð á svæði 7, á Tröllaskaga.

Tilnefndir: Jóhannes Ríkharðsson, Gunnar Guðmundsson, og Hjalti Þórðarson.

5.Endurgreiðsla vegna minnka- og refaveiða

Málsnúmer 0912159Vakta málsnúmer

Rætt um refa- og minkaveiði.

Borist hefur bréf dags. 18.12.2009 frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslur fyrir ref og mink 2009 sem er kr. 478.981,- fyrir mink og kr. 806.112.- fyrir ref.

Bréf dags. 5. jan 2010 frá Umhverfisstofnun þar sem tilkynnt er að stjórnvöld hafi fallið frá fyrri áformum um að hætta að greiða verðlaun fyrir refa- og minkaveiðar. Gert er því ráð fyrir að framlag til veiðanna verði óbreytt árið 2010.

Unnið er að gerð áætlunar um veiðikvóta fyrir ref og mink fyrir ári 2010. Einar og Sigurður munu klára það mál.

6.Mælifellsrétt

Málsnúmer 1004089Vakta málsnúmer

Rætt um umbætur á Mælifellsrétt. Samþykkt að tæknideild skoði málið.

7.Girðingar meðfram vegum.

Málsnúmer 1004075Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 15.04.2010 undirritað af Rúnari Páli Hreinssyni, er varðarði girðingar meðfram vegum, sem víða eru í ólestri. Rætt um erindi bréfsins í samhengi við sambærileg mál.

Ákveðið að senda út dreifibréf til landeigenda í Skagafirði og minna á ábyrgð þeirra og skyldur varðandi girðingarmál.

8.Utanvegaakstur Beiðni um fund Umhverfisstofnun

Málsnúmer 1003318Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 26.03.2010 frá umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir samstafi við Sveitarfélagið um óflokkaða og ómerkta vegi á Miðhálendinu og fundarboð um þau mál 27. apríl 2010.

Samþykkt að landbúnaðarnefnd mæti á fundinn ásamt fjallskilastjórum Hofsafréttar og Eyvindarstaðarheiðar.

Fundi slitið - kl. 20:00.