Þjóðlendukröfur
Málsnúmer 0801016
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 416. fundur - 11.01.2008
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 131. fundur - 21.01.2008
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 432. fundur - 30.04.2008
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 441. fundur - 31.07.2008
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 17.12.2008
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 479. fundur - 03.06.2009
Byggðarráð felur sveitarstjóra og landbúnaðarnefnd í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í þjóðlendumálunum að vinna að framgangi málsins.
Byggðarráð lýsir undrun á því að þessum málum skuli haldið til streitu í þessu árferði með tilheyrandi kostnaði fyrir alla aðila. Byggðarráð beinir eindregnum tilmælum til fjármálaráðherra að hann sjái til þess að allri kröfugerð íslenska ríkisins í þjóðlendumálum verði slegið á frest.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 143. fundur - 08.06.2009
Málefni: Kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd ísl. ríkisins um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (nyrðri hluta) og opinber kynning Óbyggðanefndar á þeim.
Í sveitarfélaginu Skagafirði nær þjóðlendukrafan til Almenninga norðan Hrauna, Hrollleifsdalsafréttar og Flókadalsafréttar (Seljadals), Unadalsafréttar, Deildardalsafréttar og Kolbeinsdalsafréttar (Hólaafréttar).
Einar sagði frá samtali við Ólaf Björnsson, lögmann sveitarfél. og bænda. Úrskurðar er að vænta innan 14 daga um svæðið fram á miðhálendinu. Samþ. var að ganga til samninga við Ólaf Björnsson um áframhaldandi vinnu fyrir sveitarfélagið varðandi kröfur Óbyggðanefndar sbr. bréf þar um þ. 25. maí sl. Samþ. að beina þessum tilmælum til sveitarstjórnar. Sigríður Björnsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Sigríður Björnsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 10.08.2009
Til fundar voru boðaðar fjallskilanefndir á þeim svæðum sem málið varðar, Lögmannsstofa Suðurlands hefur tekið að sér að gæta hagsmuna fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð svo og þá bændur er þess óska.
Ólafur Björnsson lögm. hefur annast þá vinnu og var hann mættur til fundar ásamt Torfa Ragnari Sigurðssyni lögm. Einnig var Hjalti Þórðarson landfr. mættur á fundinn.
Einar E Einarsson formaður landbúnaðarnefndar setti fundinn og kynnti tilefni hans, eins og framan greinir.
Ólafur lagði fram kort af svæðunum og fór yfir þær línur og kröfur, sem Óbyggðanefnd setur þar fram, hann fór einnig yfir þau gögn sem þurfa til að andmæla kröfunum ef þess gerist þörf frá bændum og sveitarfélaginu.
Farið var yfir hvert afréttarsvæði fyrir sig og fjallskilanefndir á viðkomandi svæði gerður athugasemdir og bentu á villur, sem ber að leiðrétta í sumum af kortunum.
Allnokkur umræða fór fram um svokölluð sellönd í afrétti og talin fylgja nokkrum jörðum í Deildardal og Ósandshlíð, talin ástæða til að skoða rétt jarðanna til þeirra ef einhver er.
Ólafur tók niður ábendingar og leiðréttingar frá fundarmönnum.
Óbyggðanefnd er væntanleg um næstu mánaðarmót og fer þá með heimamönnum um afréttarsvæðin.
Eftirtaldir voru mættir á fundinn:
Eggert Jóhannsson Felli Hofshreppi
Torfi Ragnar Sigurðsson lögm. Selfossi
Ólafur Björnsson lögm. Selfossi
Mette Mannseth Þúfum Óslandshlíð
Gísli Gíslason Þúfum Óslandshlíð
Jón E. Kjartansson Hliðarenda
Gunnar Guðmundsson Víðinesi
Loftur Guðmundsson Melstað
Guðmundur Jónsson Óslandi
Hjalti Þórðarson Marbæli Óslandshlíð
Guðrún H. Þorvaldsdóttir Vatni
Jóhannes H. Ríkharðsson Brúnastöðum
Viðar Pétursson Hraunum
Gestur Stefánsson Arnarstöðum
Sigurður Haraldsson starfsm. landbúnaðarnefndar
Einar þakkaði gagnlegan fund og sagði fundi slitið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 487. fundur - 20.08.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 252. fundur - 06.10.2009
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 509. fundur - 11.03.2010
Erindi frá óbyggðanefnd. Þjóðlendumál á vestanverðu Norðurlandi, nyrðri hluta (7B). Kynning á kröfum þeirra er telja til eignarréttinda á sama svæði og íslenska ríkið hefur gert þjóðlendukröfu til og kynning á viðbótarkröfum íslenska ríkisins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 15.04.2010
Borist hefur bréf frá Ólafi Björnssyni lögmanni dags. 30. apríl 2010 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa til að mæta til fundar vegna þjóðlendumála 30. apríl n.k. þar sem fram fer aðalmálsmeðferð á svæði 7, á Tröllaskaga.
Tilnefndir: Jóhannes Ríkharðsson, Gunnar Guðmundsson, og Hjalti Þórðarson.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 513. fundur - 16.04.2010
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um að óbyggðanefnd hafi ákveðið að þjóðlendumál á Tröllaskaga verði flutt fyrir nefndinni 30. apríl nk. á Hótel KEA, Akureyri. Erindið verður afgreitt úr lanbúnaðarnefnd.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 262. fundur - 20.04.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 262. fundur - 20.04.2010
Afgreiðsla 513. fundar byggðaráðs staðfest á 262. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 11.10.2011
Málið varðar úrskurð óbyggðarnefndar þann 10.10.2011. Mál nr. 2/2009, Skagafjörður ásamt almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Málið skiptist í sjö ágreiningssvæði. Niðurstaða óbyggðarnefndar eru að tvö þeirra eru eignarlönd að öllu leyti og fimm þeirra eru þjóðlendur en jafnframt afréttir. Eignarlönd eru samkvæmt úrskurðinum Almenningur norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt (Hólaafrétt). Samkvæmt úrskurðinum eru eftirtalin svæði þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Hrollleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir í Sveitarfélaginu Skagafirði og Silfrastaðaafrétt og Krossland í Akrahreppi. Málið lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011
Afgreiðsla 158. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.