Fara í efni

Ósk um breytingu á samningi

Málsnúmer 1004084

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 15.04.2010

Ósk um breytingu á samningi milli Hestamannafélagsins Svaða og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um beitar- og áningarhólf við félagssvæði Svaða við Hofsgerði við Hofsós. Samningur dags. 6. nóv 2001.

Óskar er eftir að svokallað sjúkrahólf verði í umsjón hestamannafélagsins og samningi frá 6. nóv 2001 verði breytt hvað þetta varðar.

Landbúnaðarnefnd er þessu samþykk og vísar málinu til eignasjóðs sveitarfélagins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 262. fundur - 20.04.2010

Afgreiðsla 147. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 252. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 515. fundur - 06.05.2010

Samþykkt 147. fundar landbúnaðarnefndar um breytingu á samningi frá 6. nóvember 2001, milli Hestamannafélagsins Svaða og sveitarfélagsins vísað til stjórnar eignasjóðs.

Byggðarráð staðfestir samþykkt landbúnaðarnefndar og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 515. fundar byggðaráðs staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.