Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

421. fundur 07. febrúar 2008 kl. 11:00 - 11:50 í Áshúsi, Glaumbæ
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjögurra ára samgönguáætlun 2009-2012

Málsnúmer 0802017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun varðandi fjögurra ára samgönguáætlun 2009-2012. Í bréfinu er kveðið á um að umsóknir um ríkisframlög til verkefna í hafnargerð, frumrannsókna og sjóvarna á áætlunartímabilinu skuli senda til Siglingastofnunar fyrir 15. mars nk. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

2.Sveitarstjórnarlögin með skýringum - ný bók

Málsnúmer 0802010Vakta málsnúmer

Samband ísl. sveitarfélaga hefur gefið út bókina Sveitarstjórnarlögin ásamt skýringum og athugasemdum eftir Sesselju Árnadóttur, lögfræðing og MPA. Bókin er fyrst og fremst ætluð sveitarstjórnarmönnum og öðrum þeim sem að sveitarstjórnarmálum koma. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að kaupa eintök fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og Ráðhús.

3.UMFT - bókhaldsmál

Málsnúmer 0802021Vakta málsnúmer

Umsókn frá aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls um að fá að nota gagnagrunn sveitarfélagsins til að færa bókhald félagsins í. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að afla nánari upplýsinga um málið.

4.Nátthagi 3, Hólum.

Málsnúmer 0802022Vakta málsnúmer

Hólalax hf óskar eftir að sveitarfélagið gefi út afsal fyrir fasteigninni Nátthagi 3 að Hólum í Hjaltadal þegar fyrirtækið hefur greitt upp áhvílandi lán. Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gefa út afsal þegar áhvílandi lán hefur verið greitt upp.

5.Þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni - endurmat á þörf

Málsnúmer 0801103Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf frá sveitarfélaginu til iðnaðarráðuneytisins varðandi mat á því hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn.

6.Tilkynning um aukaársþing SSNV

Málsnúmer 0802009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning um að halda auka ársþing SSNV föstudaginn 7. mars í Skagafirði.

7.Aðalfundarboð Landssamtaka landeig. á Íslandi

Málsnúmer 0802020Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) fimmtudaginn 14. febrúar nk. Byggðarráð felur landbúnaðarnefnd að sjá um að senda fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins á fundinn.

8.Samráðsfundur með launanefnd sveitarfélaga 080214

Málsnúmer 0802031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá SSNV um samráðsfund með Launanefnd sveitarfélaga og fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi vestra á Blönduósi 14. febrúar 2008. Gert er ráð fyrir að embættismenn og kjörnir fulltrúar sem mesta ábyrgð bera f.h. sveitarfélagsins á kjaramálum, launakostnaði og starfsmannamálum sæki fundinn.

Fundi slitið - kl. 11:50.