Fara í efni

Sáttmáli til sóknar í skólamálum í Skagafirði

Málsnúmer 0802076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 423. fundur - 21.02.2008

Ólafur Sigmarsson og Herdís Sæmundardóttir komu á fundinn og kynntu skýrslu sem unnin var af Herdísi fyrir verkefnisstjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði um framhalds- og háskólanám í Skagafirði, tillögur og niðurstöður. Einnig sat fundinn undir þessum lið Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs. Ólafur og Herdís yfirgáfu fundinn.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 425. fundur - 05.03.2008

Skipan starfshóps um framhalds- og háskólanám í Skagafirði í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar Framhalds- og háskólanám í Skagafirði sem unnin var af Herdísi Sæmundardóttur. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Jafnframt er samþykkt að óska eftir því við stjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði að kosta til frekari vinnu Herdísar varðandi verkefnið og er þá miðað við þriggja mánaða vinnu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 426. fundur - 13.03.2008

Í skýrslu um Framhalds- og háskólanám í Skagafirði sem unnin var af Herdísi Sæmundardóttur fyrir Sáttmála til sóknar í Skagafirði var m.a. lögð til skipan starfshóps um framhalds- og háskólanám í Skagafirði. Byggðarráð tók málið fyrir á fundi þann 6. mars s.l. og var afgreiðslu þá frestað. Byggðarráð samþykkir að óska eftir að Herdís Sæmundardóttir komi á fund byggðarráðs til viðræðu um framhald verkefnisins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008

Afgreiðsla 426. fundar byggðarráðs staðfest á 225. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 428. fundur - 02.04.2008

Í framhaldi af bókun byggðarráðs 13. mars sl. kom Herdís Sæmundardóttir á fundinn til að ræða verkefni sitt og vinnutilhögun framundan. Vék hún svo af fundi. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 226. fundur - 16.04.2008

Afgreiðsla 428. fundar byggðarráðs staðfest á 226. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.