Fara í efni

Trúnaðarmál

Málsnúmer 0804020

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 226. fundur - 16.04.2008

Afgreiðsla 429. fundar byggðarráðs staðfest á 226. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 430. fundur - 17.04.2008

Lagt fram samkomulag hluthafa undirbúningsfélags um koltrefjaverksmiðju í Skagafirði (UB koltrefjar ehf). Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag. Stofnaðilar eru Gasfélagið ehf, Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörður og stofnhlutafé samtals kr. 25.000.000. Hutafé sveitarfélagsins verður kr. 5.000.000 sem er fjármagnað af hluta af því fé sem aðalsjóður fékk úr úthlutun Iðnþróunarsjóðs SSNV. Byggðarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn félagsins verði Snorri Styrkársson og Gunnar Bragi Sveinsson til vara.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 37. fundur - 22.04.2008

Koltrefjaverksmiðja.Fundarmenn fagna áfanganum sem náðist sl. fimmtudag er skrifað var undir stofnun undirbúningsfélags um byggingu koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki. Þá er Þorsteini Broddasyni þakkað fyrir góða vinnu við verkefnið.Rætt um ýmis atvinnumál s.s. basalttrefjar, netþjónabú ofl.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 430. fundar byggðarráðs staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008

Afgreiðsla atvinnu- og ferðamálanefndar frá 22.04.2008 staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.