Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

430. fundur 17. apríl 2008 kl. 10:00 - 11:25 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Nemendagarðar Hólaskóla - Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 0804059Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Nemendagarða Hólaskóla þar sem óskað er eftir því að tekið verið til athugunar hvort félagið eigi rétt á lækkun fasteignaskatts skv. 5. gr. laga nr. 4/1995 vegna fasteigna í eigu félagsins. Byggðarráð sér sér ekki fært að veita styrk á móti álögðum fasteignasköttum Nemendagarða Hólaskóla þar sem starfsemin fellur ekki undir reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

2.Laun Vinnuskóla sumarið 2008

Málsnúmer 0804007Vakta málsnúmer

Byggðarráð staðfestir tillögu félags- og tómstundanefndar frá 1. apríl 2008.

3.Árskóli - menningarhús

Málsnúmer 0804018Vakta málsnúmer

Rætt um byggingu viðbyggingar við Árskóla og menningarhús á Sauðárkróki. Málið tekið aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

4.Undirbúningsfélag um koltrefjaverksmiðju

Málsnúmer 0804020Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag hluthafa undirbúningsfélags um koltrefjaverksmiðju í Skagafirði (UB koltrefjar ehf). Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag. Stofnaðilar eru Gasfélagið ehf, Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörður og stofnhlutafé samtals kr. 25.000.000. Hutafé sveitarfélagsins verður kr. 5.000.000 sem er fjármagnað af hluta af því fé sem aðalsjóður fékk úr úthlutun Iðnþróunarsjóðs SSNV. Byggðarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn félagsins verði Snorri Styrkársson og Gunnar Bragi Sveinsson til vara.

5.Skráning og mat fasteigna, 529. mál - frumv.

Málsnúmer 0804065Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá efnahags- og skattanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna, 529. mál, starfsemi og fjármögnun Fasteignamats ríkisins. Óskað er eftir að svar berist eigi síðar en 28. apríl nk. Byggðarráð samþykkir að að óska eftir að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðis meti hvort þurfi að gera athugasemdir við frumvarpið og sendi þær inn í samráði við sveitarstjóra.

6.Sundlaugin, Steinsstöðum.

Málsnúmer 0801068Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ferðaþjónustunni Steinsstöðum ehf þar sem óskað er eftir að skoðað verði hvort fyrirtækið gæti fengið sundlaugina á Steinsstöðum keypta ásamt búningsklefum eða leigða til langs tíma. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið nánar og afla frekari upplýsinga. Bjarni Jónsson óskar bókað: "Undirrituðum hugnast ekki að sundlaugin á Steinsstöðum verði seld og telur hagfelldara að sinni að laugin sé í útleigu eins og verið hefur".

7.Málefni lögregluembættisins í Skagafirði

Málsnúmer 0804047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Landssambandi lögreglumanna í framhaldi af afgreiðslu byggðarráðs þann 20. september 2007.

8.Vatn og rafmagn fyrir allan heiminn

Málsnúmer 0804060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dreifibréf með yfirskriftinni "Vatn og rafmagn fyrir allan heiminn".

Fundi slitið - kl. 11:25.